Alf Italia

Alf er ítalskt fyrirtæki sem var stofnað um 1950 af hópi sérhæfðra og reyndra ítalskra iðnaðarmanna sem ætluðu að smíða viðarhúsgögn í miklum mæli. Á aðeins nokkrum árum varð Alf gríðarlega mikilvægur partur af viðariðnaðinum sem varð til þess að Piovesana bræðurnir keyptu Alf. Bræðurnir lögðu mikinn pening í fyrirtækið sem átti fljótt eftir skila miklum árangri. Síðan í byrjun 1960 hefur Alf verið að vaxa og í dag framleiðir það húsgögn fyrir baðherbergi, borðstofu, svefnherbergi og fleira. Þegar kemur að húsgögnum velur Alf allaf það besta, hvort sem það er viðurinn í borðið eða lakkið á sjónvarpsskenkinn.