Alfi

Þýska fyrirtækið Alfi var stofnað árið 1914 af Carl Zitzmann og eiginkonu hans Sophie. Þau hófu framleiðslu á einangruðum ílátum sem urðu fljótt vinsæl og fóru þau úr því að hafa 10 starfsmenn í 75 á stuttum tíma. Fyrst um sinn voru vörurnar einungis seldar í Þýskalandi en árið 1928 hófu þau útflutning á vörunni. Í dag framleiðir Alfi mikið magn af hitakönnum, hitabrúsum, tekönnum og fleira. Alfi hefur átt marga flotta hönnuði frá öllum heimshornum yfir árin en það var Ole Palsby sem hannaði fyrir fyrirtækið kúlulaga kaffikönnuna sem hefur verið best selda varan hjá þeim í yfir 20 ár.