Danska fyrirtækið Architectmade framleiðir tímalausar hönnunarvörur eftir suma af frægustu hönnuðum Dannmörku. Þar á meðal framleiðir fyrirtækið BIRD Family eftir Kristian Vedel, Duck & Duckling eftir Hans Bolling og Turning Trays eftir Finn Juhl. Vörurnar eru framleiddar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og eru seldar á öllum helstu listasöfnum um allan heim. Það sem fyrirtækið leggur mest upp úr er að hafa vöruna bæði tímalausa og hagnýta svo hún geti prýtt heimili fjólks til fjölda ára.