B&B

B&B Italia framleiðir og selur húsgögn um allan heim. B&B var stofnað árið 1966 af Busnelli fjölskyldunni. B&B Italia hefur fjórum sinnum unnið til Golden Compasses verðlaunanna sem eru þekktustu hönnunarverðlaun Ítaliu, og árið 1989 varð það fyrsta fyrirtækið til þess að hljóta þessi verðlaun fyrir heildarframleiðslu og hönnun. Husk sófinn, Grande Papilio stóllinn og FatFat sófaborðin eru aðeins brot af meistaraverkum úr smiðju B&B Italia.