Calligaris

Ítalska húsgagnafyrirtækið Calligaris var stofnað árið 1923 af Antonio Calligaris en fyrst um sinn framleiddi fyrirtækið aðeins Moracca stólinn.  Á árunum 1960 til 1980 stækkað fyrirtækið ört og þróaðist úr litlu verkstæði í stóra húsgagnaverksmiðju. Árið 1986 tók þriðja kynslóðin við en þá var Alessandro Calligaris tekin við forstjórastólnum af föður sínum.  Fyrirtækið hannar og framleiðir nú heildarlausnir bæði fyrir heimilið og fyrirtæki. Calligaris á í samstarfi við fræga hönnuði eins og Pininfarina sem hannaði Orbital borðið.