Egizia

Ítalska fyrirtækið Egizia var stofnað árið 1949 í Toscana héraðinu. Fyrirtækið var upprunalega að framleiða vínflöskur fyrir vínframleiðendur, en eftir því sem tímin leið fór fyrirtækið að sérhæfa sig enn meira í framleiðslu á gleri og í dag er það leiðandi fyrirtæki í þeim bransa. Öll mynstur á Egizia vörunum eru handteiknuð af listamönnum áður en þau eru prentuð á þessar yndislegu vörur.