Fiam

Fiam var stofnað árið 1973 af Vittorio Livi en fyrirtækið hannar, þróar og framleiðir húsgögn úr gleri. Vittorio Livi fékk áhuga á gleriðnaði mjög ungur og með hans skapandi huga byrjaði hann að framleiða gler í alls kyns formum og gerðum. Árið 1982 hannaði Massimo Morozzi stofuborðið Hydra en Fiam stóð fyrir því vandamáli að geta ekki framleitt borðið vegna tækjaskorts. Vittorio ákvað þá að hanna vél sem gæti unnið borðið en sú tækni hefur reynst fyrirtækinu vel alla tíð síðan. Meðal frægra hönnuða Fiam er Philippe Starck en hann hannað borðið Illusium.