Fontana Arte

Ítalska húsgagna- & ljósafyrirtækið FontanaArte var stofnað árið 1931 af arkitektinum Gio Ponti og Pietro Chiesa. Árið 1932 hannaði Chiesa fallega Cartoccio vasan sem en einn af táknum fyritækisins. Á árunum 1980-1985 hannaði Gae Aulenti sófaborð sem ber heitið Tavolo con Ruote en þar fékk hún innblástur frá vagni sem verksmiðjan hafði dregið glerið á. Í dag hannar fyrirtækið húsgögn og ljósabúnað með færustu hönnuðum heims.