Hukla

HUKLA er þýskt fyrirtæki sem hefur einskorðað sig við hönnun og framleiðslu á hágæða hægindastólum í yfir 80 ár. Hægindastólana frá Hukla er hægt að sérpanta í ýmsum stærðum (small, medium, large og xlarge) og í ýmsum litum af leðri. Það sem gerir Hukla stólana svo eftirsóknaverða er samanbrjótanlegt bak þeirra sem gerir þeim kleift að sóma sig vel í hvaða rýmum hússins sem er.