Ítalska fyrirtækið Kartell var stofnað af Giulio Castelli í Mílanó árið 1949. Í dag er Kartell einn stærsti og virtasti framleiðandinn í klassískum vörum úr plasti og eru allaf að toppa sig með nýjum og flottum hönnunum. Kartell vinnur náið með hönnuðum sínum til þess að gera vöruna einstaka í útliti og auðþekkjanalega fyrir alla. Heimsfrægir hönnuðir hafa unnið með Kartell, þar á meðal Philippe Starck, Ron Arad og Piero Lissoni. Þekktustu hönnunarvörurnar frá Kartell eru t.d. Bourgie borðlampinn eftir Ferruccio Laviani og Louis Ghost stóllinn eftir Philippe Starck.