Lucie Kaas var stofnað í kringum fund Esben Gravlen á gömlum viðarleikföngum. Esben fannst hönnun þeirra svo einstök að hann ákvað að gefa þeim nýtt líf inn á heimilum fólks. Í dag er eitt af höfuðmálum Lucie Kaas að finna nýja og spennandi hönnuði og segja þeirra sögu með listmunum þeirra. Á nokkuð stuttum tíma hefur fyrirtækið Lucie Kaas vakið lukku um allan heim og eru munir þeirra til sölu í yfir 30 mismunandi löndum.