Fyrsta lukkutröllið var hannað af Thomas Dam sem var fátækur sjómaður í Danmörku. Hann skar út lukkutröll úr viði og seldi fyrir auka pening. Upp úr 1960 var hann að selja yfir þúsund tröll um heim allan. Þegar eftirspurnin var orðin svo mikil þá hóf hann fjöldaframleiðslu á tröllunum úr plasti. Síðan þá hafa margir framleitt eftirmynd af þessu fræga lukkutrölli en það er aðeins eitt tukkutröll - The Dam Troll frá The Troll Company í Gjol í Norður Danmörku.