Opto Design

Opto Design er sænskt fyrirtæki sem stofnað var árið 2008 með það í huga að framleiða hágæða vörur myndskreyttar þekktum teikningum. Fyrirtækið framleiðir allar sínar vörur í Svíþjóð undir ströngu eftirliti og tryggir þannig að varan sé í fyrsta flokki. Strax í byrjun fór Opto Design í samstarf við rétthafa múmínálfana og myndskreytti krossviðsbakka og allskyns textílvörur þessum einstöku myndum eftir Tove Slott. Á seinni árum hefur Opto Design gefið teikningum Astrid Lindgren og annarra þekktra listamanna nýtt líf á sínum fallegu og vönduðu vörum.