Pol74

Ítalska fyrirtækið Pol74 var stofnað árið 1962 sem handverkstæði í Brizana. Fljótt varð draumurinn að veruleika og fyrirtækið var farið að framleiða húsgögn. Í dag stendur Pol74 á sterkum grunni og sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu svefnsófa. Svefnsófarnir hafa reynst endingagóðir og því eru þeir mjög vinsælir á Íslandi. Stefna Pol74 er að leita nýrra leiða í hönnun húsgagna og vera þannig í takt við nýjustu uppfinningar innan bransans.