Poltrona Frau

Poltrona Frau hannar og framleiðir hágæða húsgögn sem seld eru um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 1912 af Renzo Frau í borginni Turin í Norður Ítalíu. Stefna fyrirtækisins var sú að einbeita sér að framleiðslu armstóla úr leðri en flestir eru sammála um að þar hafi þeim tekist mjög vel til. Í dag framleiðir fyrirtækið ekki bara armstóla heldur einnig sófa, borð, barstóla, rúm og fleira. Húsgögn Poltrona Frau eru mjög vönduð og endingagóð enda hefur fyrirtækið yfir 100 ára reynslu í húsgagnaframleiðslu.