Prostoria

Prostoria er ungt og öflugt fyrirtæki sem stofnað var nálægt Zagreb í Króatíu árið 2010. Stefna fyrirtækisins er að hanna og framleiða húsgögn sem auðga heimili fólks og standast daglega notkun. Hjá Prostoria er stundum sagt að þar séu húsgögn framleidd af fólki fyrir fólk. Í þessum orðum endurspeglast hugsjón þeirra, sem er að vera alltaf með sjónarhorn notandans í huga við hönnun jafnt sem framleiðslu húsgagna. Prostoria er aðallega að framleiða sófa, sófaborð og armstóla.