Skagerak

Danska fyrirtækið Skagerak hóf framleiðslu á viðar gólfefni og gegnheilum stigum árið 1977 og hefur síðan þá framleitt trévöru í hæsta gæðaflokki. Skagerak er eitt sterkasta Skandínavíska merkið þegar kemur að inni- og útihúsgögnum, fylgihlutum, gjöfum og öðrum hlutum fyrir heimilið. Vörurnar þeirra eru seldar út um allan heim og meðal annars í Ástralíu. Skagerak notast við mörg efni í vörurnar sínar eins og tekk við í úti- og innihúsgögn, eik í innihúsgögn og sapelli við sem gott er að nota í lökkun. Skagerak er með stórt hönnunarteymi og má þar nefna t.d. Niels Hvass sem hannaði meðal annars Cutter eikar bekkinn.