Tonon

Ítalska fyrirtækið Tonon hefur verið að framleiða húsgögn síðan árið 1926. Til þess að byrja með var fyrirtækið fremur smátt en svo á árunum 1950-1960 jókst framleiðsla Tonon til muna. Í dag er fyrirtækið einn þekktasti framleiðandinn á heimsvísu þegar kemur að stólum og borðum. Concept stóllinn eftir Martin Ballendat og Wave stóllinn eftir Peter Maly eru dæmi um heimsþekkta hönnun sem kemur úr smiðju Tonon.