Walter Knoll

Walter Knoll stofnaði húsgagnafyrirtæki árið 1925, sem ber nafn hans en það framleiðir hágæða húsgögn fyrir heimilið og fyrirtækið. Þetta þýska fyrirtæki leggur mikla áherslu á að hanna og framleiða hágæða vörur og fara því vörurnar í gegnum mörg og ströng gæðaeftirlit í framleiðslunni. Walter Knoll vinnur með hönnuðum á borð við Trix & Robert Haussmann sem hönnuðu Haussmann línuna, Norman Foster sem hannaði Foster línuna og hönnunarteyminu EOOS sem hannaði Jason línuna.