Wittmann

Austurríska húsgagnafyrirtækið Wittmann var stofnað af Franz Wittmann árið 1896. Upphaflega framleiddi fyrirtækið reiðtygi en um 1960 fór það út í að framleiða húsgögn. Á verkstæði fyrirtækisins er lögð áhersla á að tími og umönnun sé sett í hvert einasta húsgagn. Langlífi er einnig stór partur af heimspeki fyrirtækisins. Í dag framleiðir fyrirtækið meðal annars armstóla, sófa, svefnsófa, borðstofuborð og borðstofustóla. Á meðal hönnuða hjá fyrirtækinu er Paolo Piva en hann hefur hannað um 20 húsgögn fyrir Wittmann, þar á meðal Loft og Lena hornsófana.