Matarstellið Sonja hefur rætur sínar að rekja til dönsku eyjunnar Bornholm þar sem keramíkframleiðsla réði ríkjum fyrir rúmum 50 árum. Danska fyrirtækið Aida framleiðir Sonju í fallegum skýbláum lit með fallegri sléttri áferð. Matarstellið er handgert úr leir sem gerir hverja og eina vöru einstaka - engir tveir hlutir verða eins. Allt Sonja matarstellið þolir uppþvottavél, bakarofn, örbylgjuofn og frost.