Spring glösin frá Architectmade voru hönnuð árið 1949 af Jorn Utzon sem hannaði meðal annars Operuhúsið í Sidney. Glösin voru hönnuð til margnota en úr þeim er hægt að drekka koníak, vatn, blandaða drykki og nánast hvað sem er. Ástríða Architectmade nær lengra heldur en formgerð og virkni vörunnar. Stefna fyrirtækisins að framleiða klassíska vöru sem prýða má heimili fólks til fjölda ára.