Allt skartið er úr .925 sterling silfri og það gyllta er húðað 18 karata gullhúð. Hægt er að kaupa stafi, tölur eða annað skraut sem má púsla saman á hálsmen, armband eða eyrnalokka. Skartið kemur í fallegu gjafaboxi. Gyllta keðjan er fáanleg í fjórum stærðum: 40cm, 45cm, 60cm og 80cm. Falleg og persónuleg gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.