Danska fyrirtækið Frandsen stofnaði Benny Frandsen í kjallaranum á heimili sínu árið 1968 eftir að hafa hannað og smíðað fyrsta Ball ljósið. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og þróast ört og í dag vinnur Frandsen í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og einblýnir á að skapa hágæða ljós og lampa fyrir einstaklinga og fyrirtæki víðs vegar um heiminn.
Franski hönnuðurinn Guillaume Delvigne gerði tilraunir með efni og lögun Honey lampanna en hugmyndin á bakvið línuna var að leika sér með áferð glersins og ná fram fallegri samsetningu glers og viðar. Ljósin eru fáanleg í einni stærð og tveim litum, sem borðlampi og sem loftljós.
Framleiðandi: Frandsen
Hönnuður: Guillaume Delvigne
Vörunúmer: 830-1544-3276205001
Lagerstaða: Til á lager
Efniviður: Gler
Ø: 26 cm