Kastehelmi eftirréttaskálin kemur í nokkrum litum sem skemmtilegt er að blanda saman. Kastehelmi línan er ein sú þekktasta frá Iittala og var hönnuð af Oiva Toikka árið 1964. Orðið Kastehelmi þýðir í raun daggardropi sem á vel við fallegu glerperlurnar sem eru svo einkennandi fyrir línuna.