Kastehelmi tertudiskurinn er fallegur undir kökur, osta eða aðra smárétti. Kastehelmi línan er ein sú þekktasta frá Iittala og var hönnuð af Oiva Toikka árið 1964. Orðið Kastehelmi þýðir í raun daggardropi sem á vel við fallegu glerperlurnar sem eru svo einkennandi fyrir línuna.
Í tilefni af 140 ára afmæli Iittala var liturinn Dark Grey valinn fyrir sígildan borðbúnað og Amethyst sem litur ársins á skrautmunum og völdum borðbúnaði.