Kartell - Piazza Bakki White

Kartell - Piazza Bakki White

Ítalska fyrirtækið Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið 1949 í Mílanó. Upprunalega ætluðu þau aðeins að framleiða aukahluti fyrir bíla og aðrar smávörur úr plasti en árið 1958 hóf fyrirtækið að framleiða ljósabúnað og síðar húsgögn. Árið 1988 gáfu þau fyrirtækið tengdasyni sínum, Claudio Luti, sem hafði bakgrunn í fatahönnun og tísku. Claudio hafði áður starfað hjá Versace og með ást á fullkomnun og smekklegri hönnun varð þetta nýtt upphaf Kartell. Hann leitaði eftir samstarfi við hönnuði og arkítekta, eins og Philippe Starck, Ferruccio Laviani, Patricia Urquiola o.fl., en þau hafa hannað vörur fyrir fyrirtækið sem í dag eru einkenni Kartell.

Fabio Novembre hannaði Piazza bakkann fyrir Kartell með heimabæ sinn, Lecce, að innblæstri. Bakkinn er tilvalinn til að bera fram drykki og mat en einnig fallegt skraut á borðstofuborðinu eða undir vasa og kertastjaka.

Framleiðandi: Kartell

Ártal: 2018

Hönnuður: Fabio Novembre

Vörunúmer: 255-01441/03

Lagerstaða: Væntanlegt

17.900 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lagerEfniviður: Plast


Stærð

L: 48 cm

B: 37 cm

Þ: 1,25 kg

Tengdar vörur

Kartell - Jelly Bakki Smoke

Kartell - Dune Bakki Lítill Crystal

Kartell - Dune Bakki Stór Chrome

Kartell - Dune Bakki Stór Smoke

Fyrirspurn um vöru