Kartell - Q/Wood Armstóll Dökkur Viður

Kartell - Q/Wood Armstóll Dökkur Viður

Ítalska fyrirtækið Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið 1949 í Mílanó. Upprunalega ætluðu þau aðeins að framleiða aukahluti fyrir bíla og aðrar smávörur úr plasti en árið 1958 hóf fyrirtækið að framleiða ljósabúnað og síðar húsgögn. Árið 1988 gáfu þau fyrirtækið tengdasyni sínum, Claudio Luti, sem hafði bakgrunn í fatahönnun og tísku. Claudio hafði áður starfað hjá Versace og með ást á fullkomnun og smekklegri hönnun varð þetta nýtt upphaf Kartell. Hann leitaði eftir samstarfi við hönnuði og arkítekta, eins og Philippe Starck, Ferruccio Laviani, Patricia Urquiola o.fl., en þau hafa hannað vörur fyrir fyrirtækið sem í dag eru einkenni Kartell.

Smart Wood lína Kartell er sú fyrsta sem inniheldur húsgögn og aðrar vörur úr við. Hinn heimsfrægi Philippe Starck vann í samstarfi við Kartell að gerð línunnar og er útkoman hreint út sagt glæsileg. Við gerð stólanna er notast við svokallaða ,,smart wood" tækni sem pressar þunnar viðarplötur í 3D mót. Útkoman eru mjúkar, fallegar línur og reglulega þægilegt sæti. Skelin situr á krómhúðuðum stálfótum og hönnunin er einkar stílhrein og passar því á heimilið sem og á kaffihúsið, hótelið eða veitingastaðinn. 

Philippe Starck explains: "I wanted to create wooden seats using just a minimum of material. Twenty years ago, you could bend wood two centimetres, then five, six, and so on. I wanted to bend it thirty-five centimetres... Each year, I gained another centimetre! To launch the Smart Wood range, it was necessary to invent a technology that did not exist." 

Framleiðandi: Kartell

Hönnuður: Philippe Starck

Ártal: 2019

Vörunúmer: 255-04913/SN

Lagerstaða: Uppseld í netverslun

89.900 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lagerEfniviður: Stál

Efniviður: Viður


Stærð

Hæð: 83 cm

Hæð arma: 66 cm

Sætishæð: 43,5 cm

Breidd: 55 cm

Dýpt: 57 cm

Þyngd: 6,6 kg

Tengdar vörur

Kartell - Sir Gio Borð Ferkantað Crystal/Smoke

Kartell - Sparkle Hliðarborð Smoke

Kartell - Sir Gio Borð Hringlótt Crystal/Pink

Kartell - A.I. Stóll Black

Fyrirspurn um vöru