Kay Bojesen - Api Lítill Tekk

Kay Bojesen - Api Lítill Tekk

Kay Bojesen fæddist árið 1886 í Kaupmannahöfn þar sem hann útskrifaðist sem silfursmiður árið 1910 eftir að hafa verið lærlingur Georg Jensen. Árið 1919 gifti Bojesen sig og eignaðist sitt fyrsta barn sem kveikti á löngun hans til að skapa viðarleikföng. Árið 1922 tók Kay Bojesen þátt í leikfangakeppni í Kaupmannahöfn þar sem hann setti inn fjögur leikföng: viðartrommu, viðarskip, reiðdreka og vegasalt – og vinnur verðlaun. Bojesen opnaði litla kjallaraverslun árið 1932 þar sem hann vann ásamt eiginkonu sinni næstu 26 árin og seldi þar leikföng sín, silfurmuni, viðarskálar, diska o.fl.

Í dag er Kay Bojesen álitið eitt stærsta hönnunarnafn Danmerkur og er hönnun hans er meðal þeirra vinsælustu þar í landi en síðan litla kjallaraverslun hans lokaði hafa margar af hans vörum ekki verið í framleiðslu. Eftir að Bojesen lést árið 1958 erfðu börnin hans og síðar barnabörn fyrirtækið sem í dag er innan Rosendahl Design Group. Rosendahl Design Group hóf aftur framleiðslu á nokkrum af hinum frábæru hönnunum Bojesen sem framleiddar eru á grundvelli upprunalegra teikninga hans og með virðingu fyrir stöngum skilyrðum sem hann hafði varðandi efni og vinnu.

Apinn er vafalaust eitt vinsælasta verk Kay Bojesen en hann leit fyrst dagsins ljós árið 1951. Upprunalega var apinn hannaður sem snagi fyrir yfirhafnir barnanna en síðar varð hann heimsfræg hönnun sem prýðir í dag ótalmörg heimili um allan heim. Apinn er fáanlegur í nokkrum stærðum, allt frá 10cm í 46cm, en vinsælasta stærðin er sá litli, 20cm. Fyrst var 20cm apinn aðeins fáanlegur úr tekk en nýlega hófst framleiðsla á honum úr ljósri eik og reyktri eik.

Aparnir eru handgerðir í Danmörku og samanstanda þeir af 31 viðarhlutum. Þar sem notast er við gegnheilan, lifandi við getur hann verið mismunandi í lit og áferð sem gerir hvern og einn apa einstakan.

Framleiðandi: Kay Bojesen

Ártal: 1951

Hönnuður: Kay Bojesen

Vörunúmer: 100-39250

Lagerstaða: Til á lager

18.990 krEfniviður: Tekk

Efniviður: Mahóni


Stærð

H: 20 cm

Tengdar vörur

Kay Bojesen - Api Lítill Eik/Hlynur

Kay Bojesen - Api Lítill Reykt Eik/Eik

Kay Bojesen Jólahúfa á lítinn Apa

Kay Bojesen Stúdentahúfa á lítinn Apa Rauð

Kay Bojesen Flóðhestur

Kay Bojesen Hundur

Kay Bojesen - Söngfugl Pop

Fyrirspurn um vöru