Kay Bojesen var danskur silfursmiður sem fljótlega fór að hanna einföld og skemmtileg leikföng úr tré. Apinn sem flestir þekkja var hannaður árið 1951 en í dag prýða trédýrin hans Kay Bojesen heimili um allan heim. Pandabjörninn frá Kay Bojesen kom á markað haustið 2019.