Span

20.11.2014

Span hellur hita ekki úr frá sér nema sett sé á þær sérstök segulmögnuð málmblanda. Þessi málmblanda er því notuð í botninn á þeim pönnum, pottum, og könnum sem sérstaklega eru framleiddar fyrir span hellur. Þó vara sé sérstaklega hönnuð fyrir span hellur (t.d. Alessi ketillin og Iittala pottar/pönnur) þá er einnig hægt að nota þær á allar aðrar tegundir helluborða. 

 

Allar vörur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir eldamennsku á hellum eiga að vera merktar sérstaklega eftir því á hvaða helluborð þær virka. Ef varan virkar á span og er framleidd á erlendum markaði þá stendur yfirleitt ''Induction hob'' á þeim. Myndin hér að neðan gefur það líka oft til kynna. 

 

Það eru til nokkrar þumalputtareglur til þess að ganga í skugga um hvort varan virki á span hellum. Ein þeirra er sú að ef segull festist á botni vörunnar þá er hún líklega hönnuð með span hellur í huga. Oft eru espresso kaffikönnur eða katlar úr áli en þá er víst að þær eru ekki gerðar fyrir span helluborð (t.d. sumar Bialetti espresso könnurnar).

 

Span helluborð eru oft góður kostur. Þær hitna fljótt en hita jafnframt ekki út frá sér og eyða því minna rafmagni aðrar tegundir helluborða.