Ál

24.01.2017

Ál er hreint efnasamband sem auðvelt er að móta og hefur því lengi verið vinsælt í allskyns smávörur. Ál má í engun kringumstæðum fara í uppþvottavél. Sterk uppþvottaefni og hár hiti getur unnið á álinu og skilið eftir sig bletti. Yfirleitt er nóg að skola álið með heitu vatni. Af og til er í lagi að nota uppþvottabursta. Mikilvægt er að leyfa álinu að þorna vel til þess að rakaskemmdir eigi sér ekki stað. 

 

Þegar mokkakönnur úr áli eru teknar í notkun er gott að hella fyrstu þremur skömmtunum. Þetta kemur í veg fyrir að óþarfa óhreinindi séu til staðar. Ekki er æskilegt að hita ál án þess að í því sé vökvi, við þetta ofhitnar álið og getur aflagast. 

 

Þegar ál er þvegið er nóg að notast við heitt vatn. Sterk hreinsiefni, matarsóti og annað geta unnið á álinu og skilið eftir bletti. Eftir þvott er mikilvægt að leyfa álinu að þorna vel. Ef langvarandi raki situr á álinu geta hvítar útfellingar myndast sem eru oxíð efnasambönd. Ef þetta kemur fyrir er hægt er að þrífa þessi efnasambönd af álinu með uppþvottabursta og edikblöndu. 

 

Lengi hafa umræður um skaðsemi áls í matvöru átt sér stað. Í þessi samhengi er vert að benda á að ál er þriðja algengasta furmefni jarðar og er því allstaðar, t.d. í vatninu okkar.