Keramík

24.01.2017

Keramík er gert úr leir og getur haft mismunandi eiginleika eftir því hvernig það er meðhöndlað á framleiðslustigi. Algengt er að nota keramík við gerð blómavasa (t.d. Kähler design) en keramík borðplötur eru einnig mjög eftirsóknaverðar hjá húsgagnaframleiðendum (t.d. Skin borðstofuborðið frá Desalto). Keramík getur verið myndlaust, kristallað að hluta eða heilkristallað. 

 

Mikilvægt er að afla sér upplýsinga um meðhöndlun keramíks. Keramík sem ekki er húðað sérstaklega og unnið á frekar hefðbundinn máta (t.d. Love Song blómavasarnir og Globo kertastjakarnir frá Kähler) við lágann hita stenst langvarandi bleytu illa. Þessar vörur hafa frekar hrjúfa áferð sem hægt er að þrífa með volgu vatni ef efnið er þurrkað vel eftir á. Aðrar keramík smávörur (t.d. Omaggio blómavasarnir frá Kähler) eru oft húðaðar sérstaklega. Húðin hrindir frá sér vatni og því er auðvelt að þurrka af vörunum með rökum klút. 

 

Gott er að hafa í huga að keramík smávörur má í flestum tilvikum ekki setja í uppþvottavél. 

 

Fullkristallað keramík er mjög sterkt efni sem líkist allra helst steini. Keramík af þessum toga er t.d. notað í toppa á skenkum, borðstofuborðum vegna harðgerða einkenna. Dæmi um keramík húsgagn er Skin borðstofuborðið frá Desalto. Borðplatan er úr keramíki sem er rispufrítt og má einnig nota utandyra.