Leður

24.01.2017

Leður er búið til með því að súta húðir á dýrum, mest af nautgripum, en oft svínum og fiskum. Sútun breytir húð dýranna í sterkt, varanlegt og fjölhæft efni sem notað er í ýmsa hluti. Flest húsgagnafyrirtæki sem framleiða sófa, stóla og annað slíkt vinna með leðuráklæði. Vert er að hafa í huga að til eru ýmsar gerðir leðurs sem þarfnast mismunandi næringu og viðhalds. 

 

Þrátt fyrir að gerðir og gæði leðurs geta verið mjög mismunandi er gott að hafa eftirfarandi þumalputtareglur í huga. Varast skal að hafa leðursófa eða leðurstól við glugga þar sem sólin skín meiri hluta dags. Við þetta mun leðurliturinn fölna með tímanum. Einnig skal varast að nota sterk hreinsiefni eða bleyta leður mikið með vatni.  Ef hellist niður á leður er oftast nóg að nota rakann klút og þurrka svo vel eftir á með þurrum klút. Mikilvægt er að leðursófi eða leðurstóll sé ekki staðsettur of nálægt hitagjafa á borð við ofn. Gott er að miða við að staðsetja húsgagnið 50 cm frá hitagjafanum. Mælt er með því að fá frekari upplýsingar um leðurgerð og meðhöndlun í hverju tilviki fyrir sig. 

 

Leðuriðnaður er ólíkur loðskinniðnaði á þann þátt að leður er minna værðmætt en kjöt og er því aukaafurð vinnslunnar á meðan þessu er öfugt háttað í loðskinniðnaði. Í seinni tíð hefur komið fram gervileður sem notað er á sambærilegan hátt og leður. Gervileður er mun ódýrara en venjulegt leður.