Pottjárn

24.01.2017

Pottjárn er einnig þekkt sem steypujárn (cast-iron á ensku). Pottjárn er oft notað í potta eins og nafnið gefur til kynna. Þegar pottur eða panna er keypt er mikilvægt að nota sápu í fyrsta þvotti en svo aldrei aftur. Sápa leysir upp ákjósanlegt fitulag sem byggist upp með notkun. Pottjárn má heldur alls ekki þvo í uppþvottavél. Pottjárn er einnig oft notað í gerð annarra smávara eins og kertastjaka. 

 

Þegar ákjósanlegt fitulag er komið á pott eða pönnu úr steypujárni er mikilvægt að viðhalda því með steikingu á fituríkum mat af og til. Ekki er mælst með því að geyma matvöru í lengri tíma í potti eða pönnu úr pottjárni. Ef sýrustig matvörunnar er hátt þá eyðir maturinn fitulaginu. 

 

Þrif á pottjárni skal aðeins framkvæma með vatni og uppþvottabursta. Mikilvægt er að þerra pottjárnið strax eftir þvott vegna þess að langvarandi raki getur valdið ryði á jáninu. Pottjárn skal ekki geyma í raka. Ef upp kemur ryð á pottjárninu má nota stálull mjúklega til þess að losna við það. Eftir að þetta er gert er mikilvægt að hefjast strax handa við að húða pottjárnið aftur með steikingarfeiti. Það ver vöruna frá frekara ryði. 

 

Kertastjakar og aðrir skrautmunir úr pottjárni þarfnast lítils viðhalds.