Corian

25.01.2017

Corian efnið var fyrst búið til af amerískum vísindamönnum upp úr 1960. Síðan þá hefur efnið verið notað mikið í húsgögn, sérstaklega í toppinn á borðstofuborðum, skenkum og öðrum húsgögnum sem ágangur er á. Efnið er mjög slitsterkt og með því besta sem hægt er að nota í þessar tegundir húsgagna. Corian er nokkurs konar steinn, gerður úr náttúrulegum steindum (líkt og berg) og manngerðu myndlausu efni sem líkist plasti. Corian dregur ekki í sig vatn og þannig festast ekki blettir í efninu og annars konar óhreinindi. Corian er oft hvítt (t.d. í Naver Collection húsgögnunum) en þá er liturinn blandaður saman við efnið. 

Yfirborð Corian líkist steini en það sem Corian hefur fram yfir náttúrulegan stein er að auðveld er að móta efnið og þess vegna hentar það í alls kyns tegundir húsgagna. 

Það er auðvelt að þrífa Corian. Það má þurrka af Corian efninu með blautri tusku með sápu, en það er yfirleitt nóg til þess að ná óhreinindum af yfirborðinu. Af og til er gott að nota kremkennt hreinsiefni (t.d. Cif sem fæst í flestum matvöruverslunum) til þess að halda fallegri áferð á Corian. Þá er gott að bera efnið á Corian með rökum klút, hreinsa svo eftir á með heitu vatni og þurrka með þurrum klút. 

Corian er mjög harðgert og því erfitt að rispa. Ef grunnar rispur myndast þá er alltaf hægt að pússa efnið niður með sandpappír (500 grid). 

Fyrirtækið DuPontTM á höfundarrétt á Corian. Fyrirtækið er starftækt í Bandaríkjunum. Þeir framleiða efnið aðallega fyrir húsgagnafyrirtæki í öllum regnbogans litum og gerðum.