Eik

25.01.2017

Náttúruleg ljós eik er eftirsóknaverður viður. Eikin getur orðið mjög stór og hefur þess vegna lengi verið notuð í húsgögn. Viðarhúsgögn munu alltaf breyta aðeins um litbrigði með tímanum ef þau eru í daglegri dagsbirtu. Eikin dökknar aðeins með tímanum. Eikin getur verið olíuborin, lökkuð eða sápuþvegin. Mikilvægt er að nálgast upplýsingar um viðeigandi meðhöndlun hjá söluaðila. 

 

Það verður  að varast sérstaklega að hafa viðarhúsgögn nálægt hitagjafa eins og ofni eða arinn. Hitinn getur valdið ofþurrkun á viðinum og í verstu tilfellum sprungum. Gegnheill viður þarf að anda og því er ekki mælt með því að hafa á honum plastdúk í meira en 24 klukkustundir í einu. Mikilvægt er að notast við sérstaka einangrandi platta undir allt heitt sem lagt er á viðinn. Ef vökvi hellist niður á við er mikilvægt að þurrka bleytuna strax. 

 

Varist að nota sterk hreinsiefni á viðarhúsgögn. Sum hreinsiefni sem almennt eru notuð á heimilum hafa olíu í sér sem getur valdið uppsafnaðri áferð á viðnum sem ekki er ákjósanleg. Einnig geta sum þessara efna eytt upp upprunalegri áferð viðsins. Til þess að koma í veg fyrir ryksöfnun á viðnum er gott að nota reglulega þurran klút. Af og til er í lagi að nota milda sápu í örlítið rökum klút. 

 

Gegnheill viður getur verið meðhöndlaður á framleiðslustigi á mismunandi máta. Sápuþvegin og olíuborin eik þarfnast meira viðhalds en t.d. lökkuð eik. Þessi atriði geta skipt miklu máli og því er mikilvægt að afla sér upplýsinga af þessu tagi þegar viðarhúsgögn eru keypt svo hægt sé að meðhöndla þau á réttan hátt.