Kirsuberjaviður

25.01.2017

Kirsuberjaviður er rauðleit viðartegund sem lengi hefur verið notuð í allskyns húsgögn. Litabreytingar verða á kirsuberjaviði jafnt sem öðrum viðartegundum. Kirstuberjaviður bregst við birtu þannig að hann dökknar með tímanum. Mælt er með því að nálgast allar upplýsingar um frumvinnslu (t.d. hvort viðurinn sé olíuborinn eða lakkaður) svo hægt sé að meðhöndla viðinn á réttan hátt alveg frá upphafi. 

Við meðhöndlun á gegnheilum við eru ákveðin atriði sem skipta höfuðmáli. Það verður  að varast sérstaklega að hafa viðarhúsgögn nálægt hitagjafa eins og ofni eða arni. Hitinn getur valdið ofþurrkun á viðinum og í verstu tilfellum sprungum. Gegnheill viður þarf að anda og því er ekki mælt með því að hafa á honum plastdúk í meira en 24 klukkustundir í einu. Mikilvægt er að notast við sérstaka einangrandi platta undir allt heitt sem lagt er á viðinn. Ef vökvi hellist niður á við er mikilvægt að þurrka bleytuna strax. 
 

Varist að nota sterk hreinsiefni á viðarhúsgögn. Sum hreinsiefni sem almennt eru notuð á heimilum hafa olíu í sér sem getur valdið uppsafnaðri áferð á viðnum sem ekki er ákjósanleg. Einnig geta sum þessara efna eytt upp upprunalegri áferð viðsins. Til þess að koma í veg fyrir ryksöfnun á viðnum er gott að nota reglulega þurrann klút. Af og til er í lagi að nota milda sápu í aðeins rökum klút.