Mueslii MINIMAL Light Bakpoki
9.990 kr.
Vörulýsing
Mueslii vörumerkið vaknaði til lífsins árið 2007 einhvers staðar í kringum 23. breiddarbaug og 113. lengdarbaug, sem stafar af ósvikinni þráhyggju fyrir töskum og fylgihlutum. Mueslii hefur einfalda nálgun: forvitni og athygli á smáatriði og það eru hvetjandi lykilgildi vörumerkisins. Mueslii snýst um að blanda saman mismunandi efnum, hönnun, stíl og hugtökum. Það snýst um að sigla um heiminn til að uppgötva nýjar hugmyndir, efni og liti. Vörumerkið leitast við að vera á undan tíma og tísku; að færa fólki ferskustu hönnunina hverju sinni. Vörur sem þú getur með stolti haft með þér hvenær sem er og hvar sem er. Mueslii leggur áherslu á að vinna með fyrirtækjum sem fara eftir OEKO stöðlum og nota efni sem eru framleidd á umhverfisvænan hátt eða hafa verið endurunnin. Auk þess skima Mueslii eftir skaðlegum efnum sérstaklega til að fullvissa sig um gæði varana sem þeir framleiða.
Mueslii Minimal – Þessi lína af bakpokum sker sig úr fyrir einlita fagurfræði og einnig val á andstæðum innri litum, þar sem öll vandlega hönnuð innri hólf standa upp úr við fyrstu sýn. Öll efni þessarar vörulínu hafa verið vandlega valin og prófuð til að tryggja viðnám gegn núningi og einstaka endingu með tímanum. Innri rými eru hönnuð til að hámarka skynsamlega notkun allra hólfa. Þar á meðal eru margir vasar fyrir tæki, bólstrað hólf fyrir fartölvu og einn fyrir spjaldtölvu, auk hólfs fyrir helgarbúnaðinn þinn. Allar gerðir Minimal pokanna frá Mueslii eru úr vatnsfráhrindandi PU-húðuðu næloni og eru búnar vatnsheldum rennilásum, auk þess að nota aukaþolið Rip Stop Nylon sem innra efni. Auka öryggisfestingar eru fyrir rennilása, þjófavarnarvasa að aftan, kerruól, innri lyklakippu og flöskuhaldara, svo fátt sé nefnt.
Mueslii Minimal Light Large bakpokinn er einn fjölmargra bakpoka frá Mueslii sem við seljum í verslunum okkar. Úrvalið er mjög mikið, góðar stærðir sem henta alls kyns fólki á öllum aldri. Pokarnir hafa slegið í gegn sem skólatöskur, bakpokar í göngurnar, helgarferðirnar eða bara til að hafa með sér hvert sem er því þeir eru léttir, fallegir og handhægir. Ekki er mælt með því að setja Mueslii bakpokana oft í þvottavél. Best er að handþvo þá með mildri sápu.
Vörulýsing
Mueslii vörumerkið vaknaði til lífsins árið 2007 einhvers staðar í kringum 23. breiddarbaug og 113. lengdarbaug, sem stafar af ósvikinni þráhyggju fyrir töskum og fylgihlutum. Mueslii hefur einfalda nálgun: forvitni og athygli á smáatriði og það eru hvetjandi lykilgildi vörumerkisins. Mueslii snýst um að blanda saman mismunandi efnum, hönnun, stíl og hugtökum. Það snýst um að sigla um heiminn til að uppgötva nýjar hugmyndir, efni og liti. Vörumerkið leitast við að vera á undan tíma og tísku; að færa fólki ferskustu hönnunina hverju sinni. Vörur sem þú getur með stolti haft með þér hvenær sem er og hvar sem er. Mueslii leggur áherslu á að vinna með fyrirtækjum sem fara eftir OEKO stöðlum og nota efni sem eru framleidd á umhverfisvænan hátt eða hafa verið endurunnin. Auk þess skima Mueslii eftir skaðlegum efnum sérstaklega til að fullvissa sig um gæði varana sem þeir framleiða.
Mueslii Minimal – Þessi lína af bakpokum sker sig úr fyrir einlita fagurfræði og einnig val á andstæðum innri litum, þar sem öll vandlega hönnuð innri hólf standa upp úr við fyrstu sýn. Öll efni þessarar vörulínu hafa verið vandlega valin og prófuð til að tryggja viðnám gegn núningi og einstaka endingu með tímanum. Innri rými eru hönnuð til að hámarka skynsamlega notkun allra hólfa. Þar á meðal eru margir vasar fyrir tæki, bólstrað hólf fyrir fartölvu og einn fyrir spjaldtölvu, auk hólfs fyrir helgarbúnaðinn þinn. Allar gerðir Minimal pokanna frá Mueslii eru úr vatnsfráhrindandi PU-húðuðu næloni og eru búnar vatnsheldum rennilásum, auk þess að nota aukaþolið Rip Stop Nylon sem innra efni. Auka öryggisfestingar eru fyrir rennilása, þjófavarnarvasa að aftan, kerruól, innri lyklakippu og flöskuhaldara, svo fátt sé nefnt.
Mueslii Minimal Light Large bakpokinn er einn fjölmargra bakpoka frá Mueslii sem við seljum í verslunum okkar. Úrvalið er mjög mikið, góðar stærðir sem henta alls kyns fólki á öllum aldri. Pokarnir hafa slegið í gegn sem skólatöskur, bakpokar í göngurnar, helgarferðirnar eða bara til að hafa með sér hvert sem er því þeir eru léttir, fallegir og handhægir. Ekki er mælt með því að setja Mueslii bakpokana oft í þvottavél. Best er að handþvo þá með mildri sápu.
Stærðir
H: 42 cm
B: 29 cm
D: 5 cm
V: 6 lítrar
Þvottaleiðbeiningar
