Karfa

Loading...

Kartell – Mini Planet Hleðslulampi

39.900 kr.

Vörulýsing

Ítalska fyrirtækið Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið 1949 í Mílanó. Upprunalega ætluðu þau aðeins að framleiða aukahluti fyrir bíla og aðrar smávörur úr plasti en árið 1958 hóf fyrirtækið að framleiða ljósabúnað og síðar húsgögn. Árið 1988 gáfu þau fyrirtækið tengdasyni sínum, Claudio Luti, sem hafði bakgrunn í fatahönnun og tísku. Claudio hafði áður starfað hjá Versace og með ást á fullkomnun og smekklegri hönnun varð þetta nýtt upphaf Kartell. Hann leitaði eftir samstarfi við hönnuði og arkítekta, eins og Philippe Starck, Ferruccio Laviani, Patricia Urquiola o.fl., en þau hafa hannað vörur fyrir fyrirtækið sem í dag eru einkenni Kartell.

Planet línuna hannaði Tokujin Yoshioka árið 2016 og inniheldur hún loftljós, borðlampa og gólflampa í þrem litum. Ljósin hafa innbyggða LED lýsingu og gefa frá sér einstaklega fallega birtu. Mini Planet lampinn er þeim kostum gæddum að ganga fyrir batteríi. Lampinn hefur þrjár dimmanlegar stillingar og endist fullhlaðið batteríið frá 6klst í 21klst, eftir birtustillingu. Aðrir kostir við lampann er að í honum er LED pera svo hann hitnar ekki og það er engin snúra sem hamlar honum svo hægt er að hafa hann á hvaða stað sem er. Hægt er að skoða nánar allar upplýsingar um lampann í meðfylgjandi Pdf-skjali.

,,The new Planet lamp actually springs from this feeling I have with the material. A scintillating object whose multifaceted surface diffuses the light in a random fashion, an effect that has also been achieved by working on the thickness of the transparent plastic material.”
– Tokujin Yoshioka

Vörunúmer: 255-09410/ Flokkar: , , Vörumerki: Hönnuður: Tokujin YoshiokaEfniviður: Krómað stál & hitaþolið plastÁrtal: 2021

Vörulýsing

Ítalska fyrirtækið Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið 1949 í Mílanó. Upprunalega ætluðu þau aðeins að framleiða aukahluti fyrir bíla og aðrar smávörur úr plasti en árið 1958 hóf fyrirtækið að framleiða ljósabúnað og síðar húsgögn. Árið 1988 gáfu þau fyrirtækið tengdasyni sínum, Claudio Luti, sem hafði bakgrunn í fatahönnun og tísku. Claudio hafði áður starfað hjá Versace og með ást á fullkomnun og smekklegri hönnun varð þetta nýtt upphaf Kartell. Hann leitaði eftir samstarfi við hönnuði og arkítekta, eins og Philippe Starck, Ferruccio Laviani, Patricia Urquiola o.fl., en þau hafa hannað vörur fyrir fyrirtækið sem í dag eru einkenni Kartell.

Planet línuna hannaði Tokujin Yoshioka árið 2016 og inniheldur hún loftljós, borðlampa og gólflampa í þrem litum. Ljósin hafa innbyggða LED lýsingu og gefa frá sér einstaklega fallega birtu. Mini Planet lampinn er þeim kostum gæddum að ganga fyrir batteríi. Lampinn hefur þrjár dimmanlegar stillingar og endist fullhlaðið batteríið frá 6klst í 21klst, eftir birtustillingu. Aðrir kostir við lampann er að í honum er LED pera svo hann hitnar ekki og það er engin snúra sem hamlar honum svo hægt er að hafa hann á hvaða stað sem er. Hægt er að skoða nánar allar upplýsingar um lampann í meðfylgjandi Pdf-skjali.

,,The new Planet lamp actually springs from this feeling I have with the material. A scintillating object whose multifaceted surface diffuses the light in a random fashion, an effect that has also been achieved by working on the thickness of the transparent plastic material.”
– Tokujin Yoshioka

Stærðir

H: 14,2 cm
Ø: 16 cm
Þ: 0,5 Kg
3.7V
Innbyggðar perur 2,2W
Dimmanlegur: JÁ

Tengdar vörur

Scroll to Top