Karfa

Rosendahl – Grand Cru Piparkvörn

Erik Rosendahl stofnaði fyrirtækið árið 1984 sem umboðsskrifstofa fyrir iittala og átta árum síðar hóf Rosendahl framleiðslu á eigin vörum. Í dag eru alls níu fyrirtæki í Rosendahl Design Group, m.a. Kay Bojesen, Holmegaard, Kähler og að sjálfsögðu Rosendahl.

Árið 1993 hannaði gullsmiðurinn Erik Bagger stálvíntappan fyrir Rosendahl sem hlaut miklar vinsældir og í kjölfarið varð Grand Cru línan til. Það sem einkennir Grand Cru línuna eru rákirnar fjórar sem skornar eru í vörurnar og veitir þeim þannig fágað og tímalaust yfirbragð. Á piparkvörninni er kvörnin sjálfstaðsett á toppnum svo ekki fer pipar um allt þegar hún er ekki í notkun. Hægt er að stilla hversu gróft kvörnin malar piparinn.

Athugið að aðeins glerið má fara í uppþvottavél, ekki kvörnin sjálf.

Rosendahl – Grand Cru Piparkvörn Read More »

Vörumerki

Vörumerki Angan er íslenskt, náttúrulegt húðvörumerki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á hágæða húð- og baðvörum úr sjálfbærum, náttúrulegum og endurnýttum hráefnum úr íslenskri náttúru sem eru áhrifaríkar fyrir húðina. Þau handframleiða vörurnar með alúð til þess að tryggja virkni og gæði. ANGAN er með innihaldsefni sem róa ertingu, mýkja húðina, auka

Vörumerki Read More »

Scroll to Top