Vörumerki



Aida er yfir 60 ára gamalt danskt fyrirtæki sem framleiðir alls kyns vörur á borð við matarstell, hnífapör, glös og annan borðbúnað. Fyrirtækið vinnur í nánu samstarfi við nokkra danska hönnuði sem allir hafa auga fyrir nútímalegri, Skandinavískri hönnun sem Aida er þekkt fyrir. Christiane Schaumburg-Müller stendur á bak við Raw línu fyrirtækisins sem hefur hlotið gífurlegar vinsældir en línan inniheldur borðbúnað í nokkrum fallegum litum, hnífapör og áhöld, viðarbretti, brúsa og aðra aukahluti.



Ítalska hönnunarfyrirtækið Alessi var stofnað árið 1921 af Giovanni Alessi og bróður hans. Frá byrjun var ætlun Alessi fjölskyldunnar að búa til endingagóðar eldhúsvörur og með tíð og tíma þróaðist fyrirtækið út í það að vera eitt stærsta og flottasta ítalska fyrirtækið á því sviði. Alessi vörurnar eru aðallega úr stáli og plasti og hefur fyrirtækið unnið með mörgum af þekktustu hönnuðum heims. Meðal vinsælustu varanna eru t.d. ketillinn eftir Michael Graves með fuglaflautunni og sítrónupressan eftir Philippe Starck.



Danska fyrirtækið Architectmade framleiðir tímalausar hönnunarvörur eftir marga af frægustu hönnuðum Dannmörku. Þar á meðal framleiðir fyrirtækið BIRD Family eftir Kristian Vedel, Duck & Duckling eftir Hans Bolling og Turning Trays eftir Finn Juhl. Vörurnar eru framleiddar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og eru seldar á öllum helstu listasöfnum um allan heim. Það sem fyrirtækið leggur mest upp úr er að hafa vöruna bæði tímalausa og hagnýta svo hún geti prýtt heimili fjólks til fjölda ára.



Asa Selection er stór framleiðandi á sviðum smávöru í Þýskalandi. Asa Selection stendur fyrir nútímalegri hönnun sem teygir sig til um 80 landa um allan heim. Þeirra stefna byggist á að bjóða fram stílhreina hönnun og liti sem eiga erindi inn á hvaða heimili sem er. Í dag er fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á matarstellum og öðrum vörum úr postulíni ásamt því að vera stór framleiðandi á smávörusviðinu.



Ítalska fyrirtækið Bialetti var stofnað á 4. áratugnum í kringum hönnun Alfonso Bialetti á hinni heimsfrægu mokkakönnu. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim. Bialetti hefur heldur betur stækkað við sig og stendur nú í fremstu línu fyrirtækja sem einskorða sig við framleiðslu á kaffikönnum og öðrum aukahlutum sem tengjast kaffigerð.















Charlotte Nicolin er sænsk listakona sem hefur frá barnæsku heillast af dýrum og náttúrunni. Með yfir 40 ára reynslu nær hún að fanga dýrin á einstakan hátt í teikningum sínum sem eru síðan prentaðar m.a. á textílvörur, gjafakort og aðra aukahluti fyrir heimilið. Stór hluti af vörum Charlotte Nicolin eru framleiddar úr umhverfisvænum efnum enda leggur fyrirtækið mikið upp úr því að hugsa vel um jörðina.






Chatty Feet er breskt fyrirtæki sem framleiðir sokka með andlitum þekktra einstaklinga. Listamenn, vísindamenn, og konungborið fólk er meðal þeirra sem prýða sokkana. Flottar tækifærisgjafir fyrir öll tilefni. Hægt er að kaupa fjóra sokka saman í fallegri gjafaöskju.









Ítalska húsgagnafyrirtækið Driade var stofnað árið 1968 í bænum Piacenza af systkinunum Antonia Astori & Enrico Astori. Driade hefur alveg frá stofnun þess vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á húsgögnum. Á meðal frægra húsgagna þeirra eru Melina eftir Rudolfo Bonetto hannað árið 1970, Costes & Von Vogelsand stólarnir eftir Philippe Starck og Irta stóllinn eftir Jorge Pensi. Um 1990 breytti Driade um stefnu og fóru að hanna húsgögn úr plasti til þess að ná til ungu kynslóðarinnar.
Vörur væntanlegar í netverslun.












Ítalska húsgagna- & ljósafyrirtækið FontanaArte var stofnað árið 1931 af arkitektinum Gio Ponti og Pietro Chiesa. Árið 1932 hannaði Chiesa fallega Cartoccio vasan sem en einn af táknum fyritækisins. Á árunum 1980-1985 hannaði Gae Aulenti sófaborð sem ber heitið Tavolo con Ruote en þar fékk hún innblástur frá vagni sem verksmiðjan hafði dregið glerið á. Í dag hannar fyrirtækið húsgögn og ljósabúnað með færustu hönnuðum heims.















Danska fyrirtækið Just Right framleiðir hönnunarvörur sem hafa oft verið gleymdar í tugi ára. Jette White stofnaði fyrirtækið fyrir um 20 árum og hefur á þessum tíma aflað sér viðskiptavina um allan heim. Árið 2015 tók Just Right yfir framleiðslu á heimsfræga Stoff kertastjakanum sem var hannaður á sjötta áratugnum af Werner Stoff.









Kerzenfarm er þýskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir fallegar og vandaðar vörur úr keramíki. Gæfuljósin hafa verið vinsæl hér á landi, sérstaklega sem samúðargjafir og annars konar tækifærisgjafir. Kerzenfarm framleiðir einnig falleg og vönduð kerti í öllum regnbogans litum.












Lucie Kaas var stofnað í kringum fund Esben Gravlen á gömlum viðarleikföngum. Esben fannst hönnun þeirra svo einstök að hann ákvað að gefa þeim nýtt líf inn á heimilum fólks. Í dag er eitt af höfuðmálum Lucie Kaas að finna nýja og spennandi hönnuði og segja þeirra sögu með listmunum þeirra. Á nokkuð stuttum tíma hefur fyrirtækið Lucie Kaas vakið lukku um allan heim og eru munir þeirra til sölu í yfir 30 mismunandi löndum.



























Ítalska fyrirtækið Pol74 var stofnað árið 1962 sem handverkstæði í Brizana. Fljótt varð draumurinn að veruleika og fyrirtækið var farið að framleiða húsgögn. Í dag stendur Pol74 á sterkum grunni og sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu svefnsófa. Svefnsófarnir hafa reynst endingagóðir og því eru þeir mjög vinsælir á Íslandi. Stefna Pol74 er að leita nýrra leiða í hönnun húsgagna og vera þannig í takt við nýjustu uppfinningar innan bransans.
Vörur væntanlegar í netverslun.



Poltrona Frau hannar og framleiðir hágæða húsgögn sem seld eru um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 1912 af Renzo Frau í borginni Turin í Norður Ítalíu. Stefna fyrirtækisins var sú að einbeita sér að framleiðslu armstóla úr leðri en flestir eru sammála um að þar hafi þeim tekist mjög vel til. Í dag framleiðir fyrirtækið ekki bara armstóla heldur einnig sófa, borð, barstóla, rúm og fleira. Húsgögn Poltrona Frau eru mjög vönduð og endingagóð enda hefur fyrirtækið yfir 100 ára reynslu í húsgagnaframleiðslu.
Vörur væntanlegar í netverslun.









Rimadesio var stofnað í norðurhluta Milan árið 1956 af Francesco Malberti og Luigi Biboldi. Rimadesio er risi i í hönnun á innri rýmum húsa, eins og hurðum, hillum, fataskápum og fleiru þess háttar, en hefur þó verið að stíga stór skref inn á húsgagnamarkaðinn síðastliðin ár. Rimadesio Shelf-up skenkurinn eftir hönnun Giuseppe Bavuso hefur verið vinsæll hér á landi.
Vörur væntanlegar í netverslun.







































Von var stofnað árið 2017 af tveimur vinkonum, Olgu Helenu Ólafsdóttur og Eyrúnu Önnu Tryggvadóttur eftir að þær bjuggu til bókina Minningar. Minningabækurnar eru fallegar barnabækur þar þú getur fangað öll litlu kraftaverkin sem verða á fyrsta ári barnsins.


