Vörumerki

Aida er yfir 60 ára gamalt danskt fyrirtæki sem framleiðir alls kyns vörur á borð við matarstell, hnífapör, glös og annan borðbúnað. Fyrirtækið vinnur í nánu samstarfi við nokkra danska hönnuði sem allir hafa auga fyrir nútímalegri, Skandinavískri hönnun sem Aida er þekkt fyrir. Christiane Schaumburg-Müller stendur á bak við Raw línu fyrirtækisins sem hefur hlotið gífurlegar vinsældir en línan inniheldur borðbúnað í nokkrum fallegum litum, hnífapör og áhöld, viðarbretti, brúsa og aðra aukahluti. 

Ítalska hönnunarfyrirtækið Alessi var stofnað árið 1921 af Giovanni Alessi og bróður hans. Frá byrjun var ætlun Alessi fjölskyldunnar að búa til endingagóðar eldhúsvörur og með tíð og tíma þróaðist fyrirtækið út í það að vera eitt stærsta og flottasta ítalska fyrirtækið á því sviði. Alessi vörurnar eru aðallega úr stáli og plasti og hefur fyrirtækið unnið með mörgum af þekktustu hönnuðum heims. Meðal vinsælustu varanna eru t.d. ketillinn eftir Michael Graves með fuglaflautunni og sítrónupressan eftir Philippe Starck.

Danska fyrirtækið Architectmade framleiðir tímalausar hönnunarvörur eftir marga af frægustu hönnuðum Dannmörku. Þar á meðal framleiðir fyrirtækið BIRD Family eftir Kristian Vedel, Duck & Duckling eftir Hans Bolling og Turning Trays eftir Finn Juhl. Vörurnar eru framleiddar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og eru seldar á öllum helstu listasöfnum um allan heim. Það sem fyrirtækið leggur mest upp úr er að hafa vöruna bæði tímalausa og hagnýta svo hún geti prýtt heimili fjólks til fjölda ára.

Asa Selection er stór framleiðandi á sviðum smávöru í Þýskalandi. Asa Selection stendur fyrir nútímalegri hönnun sem teygir sig til um 80 landa um allan heim. Þeirra stefna byggist á að bjóða fram stílhreina hönnun og liti sem eiga erindi inn á hvaða heimili sem er. Í dag er fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á matarstellum og öðrum vörum úr postulíni ásamt því að vera stór framleiðandi á smávörusviðinu. 

Ítalska fyrirtækið Bialetti var stofnað á 4. áratugnum í kringum hönnun Alfonso Bialetti á hinni heimsfrægu mokkakönnu. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim. Bialetti hefur heldur betur stækkað við sig og stendur nú í fremstu línu fyrirtækja sem einskorða sig við framleiðslu á kaffikönnum og öðrum aukahlutum sem tengjast kaffigerð.

B&B Italia framleiðir og selur húsgögn um allan heim. B&B var stofnað árið 1966 af Busnelli fjölskyldunni. B&B Italia hefur fjórum sinnum unnið til Golden Compasses verðlaunanna sem eru þekktustu hönnunarverðlaun Ítaliu, og árið 1989 varð það fyrsta fyrirtækið til þess að hljóta þessi verðlaun fyrir heildarframleiðslu og hönnun. Husk sófinn, Grande Papilio stóllinn og FatFat sófaborðin eru aðeins brot af meistaraverkum úr smiðju B&B Italia.
Bonaldo er ítalskt húsgagnafyrirtæki sem var stofnað árið 1936 af Giovanni Vittorio Bonaldo. Allar vörurnar eru gerðar á Ítalíu og leggja þeir mikla áherslu á hönnun, ástríðu og tækni við gerð húsgagnanna. Hvert eintak hefur sinn eigin skapandi og nýtískulega stíl sem maður sér allaf skína í gegn hjá vörunum frá Bonaldo. Fyrirtækið er í samstarfi við marga innlenda og erlenda hönnuði. Þeir sem hannað hafa mest fyrir Bonaldo eru þeir Gino Carollo, sem hannaði meðal annars Hollywood skemlana, og Mauro Lipparini, sem hannaði meðal annars Tip Toe stólana.
Ítalska húsgagnafyrirtækið Calligaris var stofnað árið 1923 af Antonio Calligaris en fyrst um sinn framleiddi fyrirtækið aðeins Moracca stólinn.  Á árunum 1960 til 1980 stækkað fyrirtækið ört og þróaðist úr litlu verkstæði í stóra húsgagnaverksmiðju. Árið 1986 tók þriðja kynslóðin við en þá var Alessandro Calligaris tekin við forstjórastólnum af föður sínum.  Fyrirtækið hannar og framleiðir nú heildarlausnir bæði fyrir heimilið og fyrirtæki. Calligaris á í samstarfi við fræga hönnuði eins og Pininfarina sem hannaði Orbital borðið.
Ítalska húsgagnafyrirtækið Cassina var stofnað árið 1927 af bræðrunum Cecare og Umberto Cassina. Fyrirtækið sérhæfir sig í hágæða húsgögnum sem geta enst ævilangt. Cassina hefur alltaf verið opið fyrir nýjungum og því framleitt húsgögn með mismunandi menningarlegan bakgrunn. Samt sem áður nær Cassina alltaf að setja sinn einstaka gæðastimpil á vöruna sem það framleiðir. Af þessum ástæðum og svo mörgum öðrum trjónir Cassina á toppnum í framleiðsu húsgagna. Flestir þekkja LC4 legubekkinn og LC2 sófasettið frá Cassina sem hannað var af svissneska arkítektinum Le Corbusier. 

Charlotte Nicolin er sænsk listakona sem hefur frá barnæsku heillast af dýrum og náttúrunni. Með yfir 40 ára reynslu nær hún að fanga dýrin á einstakan hátt í teikningum sínum sem eru síðan prentaðar m.a. á textílvörur, gjafakort og aðra aukahluti fyrir heimilið. Stór hluti af vörum Charlotte Nicolin eru framleiddar úr umhverfisvænum efnum enda leggur fyrirtækið mikið upp úr því að hugsa vel um jörðina.

ClassiCon er þýskt fyrirtæki sem einskorðar sig við að framleiða hágæða húsgögn. ClassiCon hefur unnið með heimsfrægum hönnuðum á borð við Eileen Grey og Eckart Muthesius. ClassiCon leggur áherslu á að blanda saman nútímalegum og klassískum stíl. Þegar þessi tveir heimar mætast gerist eitthvað sérstakt eins og sjá má í Bibendum armstólnum sem hannaður var af Eileen Grey. 

Chatty Feet er breskt fyrirtæki sem framleiðir sokka með andlitum þekktra einstaklinga. Listamenn, vísindamenn, og konungborið fólk er meðal þeirra sem prýða sokkana. Flottar tækifærisgjafir fyrir öll tilefni. Hægt er að kaupa fjóra sokka saman í fallegri gjafaöskju.

Um 1930 komu þrír vinir saman þeir Bonet, Kurchan og Ferrari og hönnuðu nútímalega útgáfu af ,,La Tripolina” stólnum sem kom út árið 1877. Stóll tríósins var fyrst framleiddur 1938 undir nafninu BKF og voru aðeins nokkur eintök gerð en í dag er einn þeirra til sýnis á Museum of Modern Art í New York. Nokkrum árum eftir seinni heimstyrjöldina fór stóllinn aftur í framleiðslu en undir nafninu ,,Butterfly Chair” eða ,,Bat” og vakti gríðarlegar vinsældir. Á næstu áratugum voru milljónir eintaka seldar, mest til unglinga, sem völdu þennan fallega stól sem þeirra fyrstu hönnunarvöru. Í dag eru þessir klassísku stólar framleiddir í Svíþjóð í ýmsum útfærslum.
Design Letters er danskt fyrirtæki sem er búið að vera starfrækt síðan árið 2009. Design Letters framleiðir vörur skreyttar leturgerð Arne Jacobssen en hans hönnun á rætur sínar að rekja til ársins 1937. Design Letters vörurnar eru vel þekktar, þá sérstaklega krúsirnar með bókstöfunum. Fyrirtækið er þó í stöðugri vöruhönnun og framleiðir nú skartgripalínu, mikið úrval af vörum fyrir börnin og annað sem fegrar heimilið.

Ítalska húsgagnafyrirtækið Driade var stofnað árið 1968 í bænum Piacenza af systkinunum Antonia Astori & Enrico Astori. Driade hefur alveg frá stofnun þess vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á húsgögnum. Á meðal frægra húsgagna þeirra eru Melina eftir Rudolfo Bonetto hannað árið 1970, Costes & Von Vogelsand stólarnir eftir Philippe Starck og Irta stóllinn eftir Jorge Pensi. Um 1990 breytti Driade um stefnu og fóru að hanna húsgögn úr plasti til þess að ná til ungu kynslóðarinnar.

Vörur væntanlegar í netverslun.

Danska fyrirtækið Fabula Living var stofnað árið 2004 af hjónunum Jens Landberg Schroder & Rikke Landberg Schroder. Fyrirtækið framleiðir handofnar gólfmottur sem bera norræn og nútímaleg einkenni. Síðan fyrirtækið var stofnað hefur það stækkað ört og vörur þess hafa verið seldar um heim allan. Árið 2013 réðu eigendur Fabula Living til sín hönnuðinn Lisbet Friis, sem með sínum listræna brag hjálpaði þeim að koma á fót nýjum, litríkum og skemmtilegum línum. 
Fiam var stofnað árið 1973 af Vittorio Livi en fyrirtækið hannar, þróar og framleiðir húsgögn úr gleri. Vittorio Livi fékk áhuga á gleriðnaði mjög ungur og með hans skapandi huga byrjaði hann að framleiða gler í alls kyns formum og gerðum. Árið 1982 hannaði Massimo Morozzi stofuborðið Hydra en Fiam stóð fyrir því vandamáli að geta ekki framleitt borðið vegna tækjaskorts. Vittorio ákvað þá að hanna vél sem gæti unnið borðið en sú tækni hefur reynst fyrirtækinu vel alla tíð síðan. Meðal frægra hönnuða Fiam er Philippe Starck en hann hannað borðið Illusium.
Ítalska ljósfyrirtækið Flos var stofnað árið 1962 í Merano af Dino Gavina og Cesare Cassina og var markmið þeirra að framleiða og hanna nútímanlegan en klassíkan ljósabúnað. Til þess fengu þeir bræðurna Achille & Pier Giacomo Castiglioni og hönnuðinn Tobia Scarpa með sér í lið. Flos hefur síðan þá framleitt marga af frægustu lömpum heims en meðal þeirra eru Arco gólflampinn hannaður af Achille Castiglioni, Glo Ball línan eftir Jasper Morrison og  borðlampinn Ará hannaður af Philippe Starck.

Ítalska húsgagna- & ljósafyrirtækið FontanaArte var stofnað árið 1931 af arkitektinum Gio Ponti og Pietro Chiesa. Árið 1932 hannaði Chiesa fallega Cartoccio vasan sem en einn af táknum fyritækisins. Á árunum 1980-1985 hannaði Gae Aulenti sófaborð sem ber heitið Tavolo con Ruote en þar fékk hún innblástur frá vagni sem verksmiðjan hafði dregið glerið á. Í dag hannar fyrirtækið húsgögn og ljósabúnað með færustu hönnuðum heims.

Danska fyrirtækið Frandsen er búið að vera í framleiðslu og hönnun ljósabúnaðar síðan árið 1968 og hefur því mikla sérkunnáttu á öllum stigum framleiðsluferlisins. Frandsen vinnur eftir skýrri hugsjón sem nær til þeirra kúnna sem velja gæði og stílhreinleika framar öllu. Hornsteinn fyrirtækisins eru Ball vegg- og loftljósin en einfaldleiki þeirra hefur vakið mikla lukku í Evrópu. 
Holmegaard var stofnað árið 1825 þegar Count Christian Danneskiold-Samsøe fékk leyfi frá konungi Danmerkur að setja á fót glerverksmiðju á Holmegaard Mose. Sama ár hófu þeir framleiðslu á grænum flöskum en stuttu seinna var framleiðslan orðin stærri og Holmegaard var farið að framleiða glös, skálar og margt fleira. Á 20. öldinni bættust svo við lærðir hönnuðir og listamenn sem hafa sett fyrirtækið á enn hærra plan. Í dag starfar Holmegaard með virtustu hönnuðum Danmerkur.
HUKLA er þýskt fyrirtæki sem hefur einskorðað sig við hönnun og framleiðslu á hágæða hægindastólum í yfir 80 ár. Hægindastólana frá Hukla er hægt að sérpanta í ýmsum stærðum (small, medium, large og xlarge) og í ýmsum litum af leðri. Það sem gerir Hukla stólana svo eftirsóknaverða er samanbrjótanlegt bak þeirra sem gerir þeim kleift að sóma sig vel í hvaða rýmum hússins sem er. 
Árið 1881 var finnska fyrirtækið Iittala stofnað af Svíanum Petrus Magnus Abrahamsson en síðar var fyrirtækið keypt af A. Ahlström, eiganda Karhula glerverksmiðjunnar. Fyrst um sinn sérhæfði fyrirtækið sig í framleiðslu á efnafræðiflöskum og fleiru því tengt. Á árunum 1920-1930 urðu miklar breytingar og byrjaði fyrirtækið að framleiða listrænar glervörur. Í dag er Iittala heimsþekkt fyrir vandaða gler- og postulín vöru sem fyrirfinnst inn á heimilum um allan heim. Alvar Aalto, Oiva Toikka og Tapio Wirkkala eru aðeins brot af langri upptalningu heimsfræga hönnuða sem hafa unnið fyrir Iittala í gegnum árin. 

Danska fyrirtækið Just Right framleiðir hönnunarvörur sem hafa oft verið gleymdar í tugi ára. Jette White stofnaði fyrirtækið fyrir um 20 árum og hefur á þessum tíma aflað sér viðskiptavina um allan heim. Árið 2015 tók Just Right yfir framleiðslu á heimsfræga Stoff kertastjakanum sem var hannaður á sjötta áratugnum af Werner Stoff.  

Árið 1839 flutti Herman J. Kähler, leirkerasmiður, til Næstved í Danmörku frá Norður-Þýskalandi. Stuttu eftir flutninga stofnaði hann sitt eigið leirverkstæði þar sem Kähler ævintýrið hófst. Herman eignaðist sjö börn og áttu næstu fjórar kynslóðir eftir að stýra fyrirtækinu allt til ársins 1974 en þá yfirgaf síðasti fjölskyldumeðlimurinn fyrirtækið. Í dag leitast Kähler við að hanna eftir nýjustu tísku og að aðlagast henni.
Ítalska fyrirtækið Kartell var stofnað af Giulio Castelli í Mílanó árið 1949. Í dag er Kartell einn stærsti og virtasti framleiðandinn í klassískum vörum úr plasti og eru allaf að toppa sig með nýjum og flottum hönnunum. Kartell vinnur náið með hönnuðum sínum til þess að gera vöruna einstaka í útliti og auðþekkjanalega fyrir alla. Heimsfrægir hönnuðir hafa unnið með Kartell, þar á meðal Philippe Starck, Ron Arad og Piero Lissoni. Þekktustu hönnunarvörurnar frá Kartell eru t.d. Bourgie borðlampinn eftir Ferruccio Laviani og Louis Ghost stóllinn eftir Philippe Starck.

Kerzenfarm er þýskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir fallegar og vandaðar vörur úr keramíki. Gæfuljósin hafa verið vinsæl hér á landi, sérstaklega sem samúðargjafir og annars konar tækifærisgjafir. Kerzenfarm framleiðir einnig falleg og vönduð kerti í öllum regnbogans litum. 

Kay Bojesen (1886-1958) byrjaði feril sinn sem silfursmiður hjá Georg Jensen þar sem hann vann bæði í París og í Þýskalandi. Áhugi hans á barnaleikföngum leiddi hann fljótt í aðra átt en nokkrum árum síðar var hann byrjaður að hanna skemmtilegar tréfígúrur sem fljótt urðu mjög vinsælar. Hugmyndin á bakvið fígúrurnar var að þær væru einfaldar svo að ímyndunarafl barnsinns fengi að njóta sín. Í dag er hann einn af þekktustu hönnuðum Danmerkur og þá einkum fyrir trédýrin sín. Árið 1990 keypti Rosendahl framleiðsluréttinn á vörunum og í dag fá þær að njóta sín á heimilum fólks um allan heim. 
Knoll er hönnunardrifið vörumerki þar sem fólk vinnur saman til þess að skapa tímalausar hönnunarvörur. Við hönnun sína er Knoll með í huga samspil einstaklingsins og umhverfisins. Eitt þekktasta húsgagn sem Knoll hefur framleitt er á sama tíma eitt þekktasta hönnunareintak síðustu aldar, Barcelona stóllinn sem var hannaður af Ludwig Miles van Rohe árið 1929.
Korridor Design er danskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir innanstokksmuni og húsgögn í skandinavískum stíl. Steypudýrin eftir hana Loise Siig Nielsen hafa slegið í gegn enda skemmtilegar fígúrur sem gerðar eru úr steypu og við. Anywhere hirslurnar frá Korridor hafa einnig vakið mikla lukku en þær hafa stílhreint og minimalískt yfirbragð. Vörurnar frá Korridor passa afar vel inn á íslensk heimili. 

Lucie Kaas var stofnað í kringum fund Esben Gravlen á gömlum viðarleikföngum. Esben fannst hönnun þeirra svo einstök að hann ákvað að gefa þeim nýtt líf inn á heimilum fólks. Í dag er eitt af höfuðmálum Lucie Kaas að finna nýja og spennandi hönnuði og segja þeirra sögu með listmunum þeirra. Á nokkuð stuttum tíma hefur fyrirtækið Lucie Kaas vakið lukku um allan heim og eru munir þeirra til sölu í yfir 30 mismunandi löndum.

Fyrsta lukkutröllið var hannað af Thomas Dam sem var fátækur sjómaður í Danmörku. Hann skar út lukkutröll úr viði og seldi fyrir auka pening. Upp úr 1960 var hann að selja yfir þúsund tröll um heim allan. Þegar eftirspurnin var orðin svo mikil þá hóf hann fjöldaframleiðslu á tröllunum úr plasti. Síðan þá hafa margir framleitt eftirmynd af þessu fræga lukkutrölli en það er aðeins eitt tukkutröll – The Dam Troll frá The Troll Company í Gjol í Norður Danmörku. 
Ítalska ljósafyrirtækið Martinelli Luce var stofnað árið 1950 af Elio Martinelli. Fyrirtækið fær innblástur við hönnun ljósanna úr náttúrunni en einnig er mikilvægt er að ljósin séu bæði hagnýt og nýstárleg. Martinelli Luce framleiðir mikið magn ljósa í öllum stærðum og gerðum en fyrirtækið framleiðir einnig ljósabúnað fyrir t.d. verslanir, kvikmyndahús, hótel og söfn. Ein frægasta hönnun Martinelle Luce er Pipistrello borðlampinn sem var hannaður af Gae Aulenti árið 1965.
Natuzzi var stofnað árið 1959 af Pasquale Natuzzi, þá aðeins 19 ára gömlum. Natuzzi hélt á sína fyrstu húsgagnasýningu í Bari á Ítalíu um 1970 og kynntist þar sínum fyrstu söluaðilum utan Ítalíu en tíu árum seinna var Natuzzi komið á markað í Bandaríkjunum. Í dag er Natuzzi stærsti ítalski húsgagnaframleiðandinn og er á heimsmælikvarða þegar kemur að hönnun og framleiðslu á leðursófum. Natuzzi selur sínar vörur til 123 landa og er með stærstu markaðshlutdeild í Evrópu í sölu á húsgögnum.
Naver Collection var stofnað árið 1995 í Danmörku af tveim dönskum húsgagnaframleiðendum, Aksel Kjersgaard og Gramrode. Upprunalega hugmyndin var að koma á fót heillri línu af húsgögnum í dönskum stíl. Arkitektar og hönnuðir Naver Collection þróuðu í samvinnu með framleiðendunum húsgagnalínu úr gegnheilum við. Í dag hannar og framleiðir Naver Collection nútímaleg húsgögn úr alls kyns viðartegundum.
Occhio ljósin hafa slegið í gegn á skömmum tíma. Ástæðan fyrir vinsældunum er ekki bara stílhreint og nútímalegt útlit ljósana, heldur tækni og virkni þeirra. Vinsælasta ljósið frá Occhio er Mito Sospeso, en þar er hægt að stýra birtustiginu með handahreyfingum og með hjálp Bluetooth í tölvu eða síma. Í húsgagnaverslun Casa, Skeifunni 8 er stórglæsilegt sýningarrými Occhio sem vert er að skoða til þess að fá betri tilfinningu fyrir þeirri tækni og gæðum sem ljósin búa yfir.
Ítalska ljósafyrirtækið Oluce var stofnað árið 1945 af Giuseppe Ostuni. Í dag er Oluce elsta ljósafyrirtækið sem enn er starfandi á Ítalíu. Oluce framleiðir margar tegundir ljósa eins og borð- og gólflampa, veggljós, hangandi ljós og útiljós. Frægasta hönnunin frá Oluce er líklegast Atollo lamparnir eftir Vico Magistretti. Magistretti hannaði yfir 25 vörur fyrir Oluce en hann hefur komið víða við, hann hannaði meðal annars fyrir Fontana Arte og Kartell. Í dag eru ljósin seld meðal annars í Ameríku, Ástralíu, Asíu og Evrópu.
OYOY Living Design er danskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2012 af Lotte Fynboe. OYOY leggur áherslu á skandenavíska hönnun í sambland við japan og fer eftir hugtakinu ,,less is more” eða ,,minna er meira” við útfærslu á vörunum sínum. Með þetta að leiðarljósi hefur fyrirtækið náð að hanna og framleiða vörur fyrir allan aldur sem skartar sínu fegursta í því rými sem það er í. 
Ítalska húsgagnafyrirtækið Pedrali var stofnað árið 1963 með iðnaðarframleiðslu í huga. Húsgögn Pedrali urðu fljótt vinsæl á víðari vettvangi en fyrirtækið framleiðir í dag húsgögn fyrir heimili jafnt sem skrifstofur og opinber rými. Pedrali býður upp á fjölbreytt úrval stóla, borða og lampa sem eru framleidd úr ýmiskonar efni. Malmö stóllinn eftir Michele Cazzaniga, Simone Mandelli & Antonio Pagliarulo og Ara stóllinn eftir Jorge Pensi eru dæmi um húsgögn Pedrali sem unnið hafa til fjölda verðlauna. 

Ítalska fyrirtækið Pol74 var stofnað árið 1962 sem handverkstæði í Brizana. Fljótt varð draumurinn að veruleika og fyrirtækið var farið að framleiða húsgögn. Í dag stendur Pol74 á sterkum grunni og sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu svefnsófa. Svefnsófarnir hafa reynst endingagóðir og því eru þeir mjög vinsælir á Íslandi. Stefna Pol74 er að leita nýrra leiða í hönnun húsgagna og vera þannig í takt við nýjustu uppfinningar innan bransans. 

Vörur væntanlegar í netverslun.

Poltrona Frau hannar og framleiðir hágæða húsgögn sem seld eru um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 1912 af Renzo Frau í borginni Turin í Norður Ítalíu. Stefna fyrirtækisins var sú að einbeita sér að framleiðslu armstóla úr leðri en flestir eru sammála um að þar hafi þeim tekist mjög vel til. Í dag framleiðir fyrirtækið ekki bara armstóla heldur einnig sófa, borð, barstóla, rúm og fleira. Húsgögn Poltrona Frau eru mjög vönduð og endingagóð enda hefur fyrirtækið yfir 100 ára reynslu í húsgagnaframleiðslu.

Vörur væntanlegar í netverslun.

Árið 1967 var CALP stofnað með samruna tveggja fyrirtækja, CALB og La Piana en þessi tvö fyrirtæki lögðu mikið upp úr fallegum handverkum. Árið 1973 kynnti CALP sinn fyrst rafnmagnsbræðsluofn og til varð fyrsta framleiðslulínan þeirra. Fyrirtækið átti eftir að þróast mikið og árið 2000 hafði CALP sett upp stærsta bræðsluofn í heiminum fyrir kristal. Síðan gerðist það árið 2007 að CALP breytti nafni sínu í RCR CRISTALLERIA ITALIANA eða RCR Crystal. Í dag er RCR eitt vandaðasta fyrirtæki á Ítalíu sem sérhæfir sig í gler- og kristalborðbúnaði.
Rexite er ítalskt húsgagnafyrirtæki sem hefur verið starfandi í yfir 40 ár. Upphaflega var stefna fyrirtækisins að framleiða frumlegar skrifstofuvörur en ekki leið á löngu þar til almenningur var farinn að sýna húsgögnunum verðskuldaða athygli. Rexite framleiðir meðal annars barstóla, stóla, skrifborð, hillur, klukkur og fleira. Í dag finnast húsgögn Rexite inn á skrifstofum jafnt sem heimilum um allan heim. 

Rimadesio var stofnað í norðurhluta Milan árið 1956 af Francesco Malberti og Luigi Biboldi. Rimadesio er risi i í hönnun á innri rýmum húsa, eins og hurðum, hillum, fataskápum og fleiru þess háttar, en hefur þó verið að stíga stór skref inn á húsgagnamarkaðinn síðastliðin ár. Rimadesio Shelf-up skenkurinn eftir hönnun Giuseppe Bavuso hefur verið vinsæll hér á landi. 

Vörur væntanlegar í netverslun.

Ritzenhoff er þýskt gæðafyrirtæki sem er þekkt fyrir myndskreyttu glösin sín. Hver myndskreyting er eftir ákveðin hönnuð og er m.a. eitt af mjólkurglösunum skreytt af íslenska listamanninum Erró. Fyrirtækið fór ekki almennilega á flug fyrr en árið 1992 þegar mjólkurglösin litu fyrst dagsins ljós. Vinsældir glasanna voru miklar og í kjölfarið voru hönnuð t.d. hvítvíns-, rauðvíns-, kampavíns- og snapsaglös. Í dag eru Ritzenhoff vörurnar seldar í yfir 50 löndum um allan heim.
Robert Welch var nýútskrifaður úr Royal Collage of Art þegar hann stofnaði fyrirtækið árið 1955. Fyrirtækið Robert Welch er þekkt út um allan heim fyrir að eiga flott hönnunarstúdíó og hægt er að sjá margar af þeirra hönnunum á söfnum eins og í New York, Amsterdam og Kaupmannahöfn. Markmið fyrirtækisins er að hanna klassísk hnífapör sem munu allaf vera í tísku hvort sem það er eftir 10 eða 100 ár. Í dag framleiðir Robert Welch margt annað eins og kertastjaka, eldhúsáhöld og fleira.
Danska hönnunarfyrirtækið Rosendahl var stofnað af Erik Rosendahl árið 1984. Síðan fyrirtækið var stofnað hefur það verið sístækkandi og í dag er Rosendahl einn sterkasti danski framleiðandinn í smávörum á Norðurlöndunum. Vinsælasta línan frá Rosendahl heitir Grand Cru og var hönnuð 1993 þegar Erik Bagger, einn af þekktustu hönnuðum Rosendahl, hannaði stálvíntappann fyrir línuna. Erik Bagger, sem er gullsmiður, hefur hannað ýmislegt í Grand Cru línunni sem hefur hlotið miklar vinsældir eins og: vatns- og vínkarflan, olíukaraflan, vatnsglös, vínglös og margt fleira.
Þýska fyrirtækið Rosenthal var stofnað árið 1879 af Philipp Rosenthal og það hóf framleiðslu árið 1891. Rosenthal hefur verið starfandi í yfir 130 ár og hefur það haft gríðarlega marga listamenn, hönnuði og arkitekta á sínum snærum yfir árin. Það sem einkennir Rosenthal er fegurð og gæði en með tímanum hefur framleiðsla fyrirtækisins þróast yfir í fágaðar nútímalegar vörur. Þeir framleiða t.d. stílhrein og falleg matarstell úr postulíni sem eru afar vinsæl meðal Íslendinga sem og úti í heimi.
Shtox viskíglösin eru stórkostleg hönnun eftir Evgeny Bushkovsku. Það sem gerir glösin frábrugðin hefðbundnum viskíglösum er að þau snúast á borði, hvort sem í þeim er vökvi eða ekki. Hvert og einasta glas er handgert úr hágæða kristal í verksmiðju í Nachtmann í Þýskalandi en glösin eru seld stök og koma í fallegum gjafaumbúðum. Glösin unni til Red Dot Design Awards árið 2009 og Home Style Award í flokknum Best Look árið 2012.
Danska fyrirtækið Skagerak hóf framleiðslu á viðar gólfefni og gegnheilum stigum árið 1977 og hefur síðan þá framleitt trévöru í hæsta gæðaflokki. Skagerak er eitt sterkasta Skandínavíska merkið þegar kemur að inni- og útihúsgögnum, fylgihlutum, gjöfum og öðrum hlutum fyrir heimilið. Vörurnar þeirra eru seldar út um allan heim og meðal annars í Ástralíu. Skagerak notast við mörg efni í vörurnar sínar eins og tekk við í úti- og innihúsgögn, eik í innihúsgögn og sapelli við sem gott er að nota í lökkun. Skagerak er með stórt hönnunarteymi og má þar nefna t.d. Niels Hvass sem hannaði meðal annars Cutter eikar bekkinn.
Specktrum er nýlegt merki innan sviða innanhúshönnunar. Fyrirtækið hannar vörur með kostnað í huga út frá þeirri hugmynd að allir ættu að eiga efni á smá munaði. Glervörur Specktrum hafa slegið í gegn á Íslandi á stuttum tíma enda minna þær skemmtilega á sjöunda áratugin. Fallegar gjafir á viðráðanlegu verði sem gefa nútímaheimilinu ákveðin fortíðarsjama.
Stelton er danskt fyrirtæki frá árinu 1960 sem hefur lengi verið þekkt fyrir hitaþolin kaffimál. EM77 Hitakannan er ein vinsælasta vara Stelton frá upphafi enda tímalaus klassík sem var hönnuð af Erik Magnussen árið 1977. Önnur vara Stelton, sem slegið hefur í gegn, er To Go Click ferðamálið. Bæði ferðamálið og hitakannan er með tvöfalt innra byrði sem tryggir að kaffið haldist heitt í langann tíma.
Tica Copenhagen er ungt fyrirtæki sem einskorðar sig í hönnun og framleiðslu motta. Dyramotturnar eru úr 100% pólýamíð sem er einstaklega slitsterkt en mjúkt efni sem dregur vel í sig raka og óhreinindi. Bakhlið mottana er úr stömu PVC efni svo þær renna ekki til á gólfinu. Skóbakkarnir frá Tica hafa verið sérstaklega vinsælir hér á landi, en þeir eru úr gúmmíi og með háum brúnum sem verndar gólfið fyrir skítugum skóm og vatnsblettum. Þetta hentar sérstaklega vel á blautu landi eins og okkar.
Tonelli er ítalskt húsgagnafyrirtæki sem var stofnað um 1980. Tonelli sérhæfir sig eingöngu í glerhúsgögnum sem henta vel fyrir heimilið sem og fyrirtækið. Tonelli vinnur náið með hönnuðum sínum til þess að gera vöruna eins frumlega og heillandi og hægt er en hönnuðurnir koma frá öllum heimshornum. Á meðal hönnuða Tonelli eru D’Urbino og Lomazzi sem hönnuðu meðal annars Bakkarat hliðarborðið og Bakkarat Alto borðstofuborðið.
Ítalska fyrirtækið Tonon hefur verið að framleiða húsgögn síðan árið 1926. Til þess að byrja með var fyrirtækið fremur smátt en svo á árunum 1950-1960 jókst framleiðsla Tonon til muna. Í dag er fyrirtækið einn þekktasti framleiðandinn á heimsvísu þegar kemur að stólum og borðum. Concept stóllinn eftir Martin Ballendat og Wave stóllinn eftir Peter Maly eru dæmi um heimsþekkta hönnun sem kemur úr smiðju Tonon.
Umage er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ljósabúnaði og leggur miklar áherslu á að hafa ljósin á viðráðanlegu verði en á sama tíma vönduð og úr hágæða efni. Það sem er frábært við ljósin er að þau geta bæði verið loftljós og lampar. Umage hefur tekist að búa til tvær vörur úr einni en með því að kaupa fætur undir ljósið er hægt að búa til fallegan gólf- eða standlampa úr loftljósi.

Von var stofnað árið 2017 af tveimur vinkonum, Olgu Helenu Ólafsdóttur og Eyrúnu Önnu Tryggvadóttur eftir að þær bjuggu til bókina Minningar. Minningabækurnar eru fallegar barnabækur þar þú getur fangað öll litlu kraftaverkin sem verða á fyrsta ári barnsins. 

Zack var stofnað árið 1985 nálægt Hamborg í Þýskalandi. Zack er leiðandi í Evrópu í framleiðslu smávöru úr ryðfríu stáli, hvort sem það eru munir í eldhús, stofu eða inn á baðherbergi. Zack vinnur með teymi hönnuða með það í huga að skapa nútímalega muni sem eru í takt við ríkjandi strauma hverju sinni.
Scroll to Top