Karfa

ANGAN Hrafntinnu Gua Sha

3.590 kr.

Vörulýsing

ANGAN er íslenskt, náttúrulegt húðvörumerki stofnað af Írisi Laxdal. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hágæða húð- og baðvörum úr sjálfbærum, náttúrulegum og endurnýttum hráefnum úr íslenskri náttúru. ANGAN byggir á rótgrónum íslenskum hefðum og eru vörurnar unnar úr íslenskum jurtum og berjum sem hafa öfluga virkni og skila sér í árangursíkum húðvörum sem næra bæði líkama og sál. Vörurnar eru 100% umhverfisvænar, vegan og “cruelty free”, auk þess að vera lausar við paraben, sílikon, phthalates, súlföt og önnur óæskileg aukaefni.

Gua Sha er aldagömul Asísk aðferð sem hefur verið notað af konum í fleiri hundruð ár og er stór partur af þeirra fegurðarrútínu. Steinninn er hannaður til þess að nudda húðina sem dregur úr þrota og bólgum, eykur teygjanleika húðarinnar, þrengir svitaholur, eykur blóðflæði, örvar sogæðakerfið, tónar og þéttir húðina og stuðlar að endurnýjun hennar. Kristallarnir myndast í nátturunni og er því hvert eintak einstakt í útliti.

Mælt er með að nota serum eða olíu áður en Gua Sha er notað. Haldið tólinu í 15 gráðu halla að húðinni og rennið varlega frá miðju enni og út að hárlínu í hvora átt frá miðlínu. Rennið frá nefi í átt að gagnauga og upp að hárlínu til þess að lyfta augum og brúnum. Rennið frá nösum, undir kinnbein í átt að eyra. Byrja á miðri höku og dragið meðfram kjálka til þess að draga úr spennu í átt að eyrum. Rennið yfir kjálkabeinið. Snúið steininum þannig að hakið passar undir hökuna og rennið áfram í átt að eyranu. Rennið niður hálsinn. Byrjið á efri háls og rennið niður að bringu.

 

Availability: Ekki til á lager

Vörunúmer: 966-31 Flokkur: Vörumerki: Efniviður: Hrafntinna

Vörulýsing

ANGAN er íslenskt, náttúrulegt húðvörumerki stofnað af Írisi Laxdal. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hágæða húð- og baðvörum úr sjálfbærum, náttúrulegum og endurnýttum hráefnum úr íslenskri náttúru. ANGAN byggir á rótgrónum íslenskum hefðum og eru vörurnar unnar úr íslenskum jurtum og berjum sem hafa öfluga virkni og skila sér í árangursíkum húðvörum sem næra bæði líkama og sál. Vörurnar eru 100% umhverfisvænar, vegan og “cruelty free”, auk þess að vera lausar við paraben, sílikon, phthalates, súlföt og önnur óæskileg aukaefni.

Gua Sha er aldagömul Asísk aðferð sem hefur verið notað af konum í fleiri hundruð ár og er stór partur af þeirra fegurðarrútínu. Steinninn er hannaður til þess að nudda húðina sem dregur úr þrota og bólgum, eykur teygjanleika húðarinnar, þrengir svitaholur, eykur blóðflæði, örvar sogæðakerfið, tónar og þéttir húðina og stuðlar að endurnýjun hennar. Kristallarnir myndast í nátturunni og er því hvert eintak einstakt í útliti.

Mælt er með að nota serum eða olíu áður en Gua Sha er notað. Haldið tólinu í 15 gráðu halla að húðinni og rennið varlega frá miðju enni og út að hárlínu í hvora átt frá miðlínu. Rennið frá nefi í átt að gagnauga og upp að hárlínu til þess að lyfta augum og brúnum. Rennið frá nösum, undir kinnbein í átt að eyra. Byrja á miðri höku og dragið meðfram kjálka til þess að draga úr spennu í átt að eyrum. Rennið yfir kjálkabeinið. Snúið steininum þannig að hakið passar undir hökuna og rennið áfram í átt að eyranu. Rennið niður hálsinn. Byrjið á efri háls og rennið niður að bringu.

 

Tengdar vörur

Scroll to Top