Karfa

LC2 er glæsilegur sófi frá Cassina úr einni þekktustu hönnunarlínu heims.

Cassina – LC2 Sófi Leður

Cassina – LC2 Sófinn

Einstakur og tímalaus leðursófi úr smiðju hins heimsfræga Le Corbusier. LC2 er afrakstur samstarfs Le Corbusier við Pierre Jeanneret og Charlotte Perriand. Púðar sófans eru úr pólýúretan froðu sem gerir þéttleikann breytilegan eftir þörfum. Uppbygging sófans er pípulaga stálgrind sem umvefur púðana á flottann hátt. Ferkantað form sófans og þessi geggjaða stálgrind undirstrikar þetta tímalausa meistaraverk sem LC2 sófinn er.

 

LC2 sófinn fæst sem stakur tveggja sæta sófi (L: 130 cm) og þriggja sæta (180 cm). Athugið að verð hér miðast við leðursófa í leðurflokki X, en sófann er einnig hægt að panta með tauáklæði og allskonar leðuráklæðis flokkum. Stálgrindin miðast hér við krómhúðaða grind en einnig er hægt að sérpanta grindina ýmsum litum. Hægt er að skoða þessar mismunandi týpur í meðfylgjandi Pdf skjali, sjá viðhengi. Best er samt að kíkja í húsgagnaverslun okkar Casa Skeifunni 8 til að skoða með eigin augum og máta. Verið hjartanlega velkomin!

 

Le Corbusier 

Le Corbusier var svissneskur-franskur arkítekt sem var fæddur árið 1887. Afrek hans á vegum arkítektur, lista og húsgagnahönnunar eru erfittektaverð og situr hann ofarlega á lista einna þekktustu hönnuða tuttugustu aldarinnar. Árið 1922 byrjaði Le Corbusier að vinna með Pierre Jeanneret í stúdíó þeirra í París. Fimm árum seinna fór arkítektinn Charlotte Perriand að vinna með þeim en hún var þekktur franskur arkitekt og hönnuður. Saman hönnuðu þau LC línuna sem Cassina fór svo að framleiða og gerir enn. Ekki hafa vinsældir þessarar húsgagnalínu minnkað með árunum heldur eru þetta húsgögn sem eru mjög ofarlega sem þekktustu húsgögn heims.

 

Cassina

Ítalska húsgagnafyrirtækið Cassina var stofnað árið 1927 af bræðrunum Cecare og Umberto Cassina. Fyrirtækið sérhæfir sig í hágæða húsgögnum sem geta enst ævilangt. Cassina hefur alltaf verið opið fyrir nýjungum og því framleitt húsgögn með mismunandi menningarlegan bakgrunn. Samt sem áður nær Cassina alltaf að setja sinn einstaka gæðastimpil á vöruna sem það framleiðir. Af þessum ástæðum og svo mörgum öðrum trónir Cassina á toppnum í framleiðsu húsgagna í Evrópu. Flestir sem þekkja til Cassina hafa séð LC2 sófasettið sem hannað var af svissneska arkítektinum Le Corbusier

 

Cassina – LC2 Sófi Leður Read More »

Leggera er viðarstóllinn sem og eitt af flaggskipunum í samstarfi hönnuðarins Gio Ponti og Cassina. Svartur borðstofustóll úr gegnheilum ask.

Cassina Leggera Stóll Askur Svartur

Cassina Leggera er tákn stólahönnunar og meistaralegs handverks Cassina. Sérlega hentugur sem borðstofustóll eða stakur þar sem hentar, t.d. „lounge“. Stóllinn er smekklegur og fjölbreytilegur sem minnir á sléttar línur hins hefðbundna Chiavari stóls. Leggera er viðarstóllinn sem og eitt af flaggskipunum í samstarfi hönnuðarins Gio Ponti og Cassina.

 

Sætisgrindin er úr gegnheilum aski, ösku-svörtum, eða canaletto. Bakgrindin er úr hitamótuðu pólýúretan og setan er bast.

Cassina Leggera Stóll Askur Svartur Read More »

Legubekkur frá Cassina sem var hannaður af Le Corbusier. Þrílitur hægindastóll úr kúaskinni.

Cassina – LC4 Legubekkur Cowskin

Cassina –  LC4 legubekkurinn eða Le Corbusier legubekkurinn, eins og margir kannast kannski betur við, er heimsfræg hönnun úr smiðju Cassina. Legubekkurinn er afrakstur samstarfs Le Corbusier við Pierre Jeanneret og Charlotte Perriand. Þetta hönnunarteymi kom fram með LC4 legubekkinn árið 1928 en samningur var gerður við Cassina seinna, en það var árið 1965 sem þeir hófu framleiðslu á legubekknum.

 

Cassina – LC4 legubekkurinn cowskin á við um bekkinn með þrílituðu kúaskinni. Þessi týpa af LC4 legubekknum er algjörlega einstök þar sem engir tveir stólar eru alveg eins. Flekkir í skinninu eru svartir, ljósir og brúnir. LC4 legustóllinn með kúaskinninu er með svörtum höfuðpúða úr leðri með pólýester fyllingu. LC4 er um 160 cm að lengd og 56,4 cm að breidd. Grind stólsins er úr krómuðu stáli og fætur úr svörtu húðuðu stáli. Hægt er að sjá eiginleika stólsins betur í meðfylgjandi Pdf skjali. Við mælum líka með samtali við sölufólkið okkar í húsgagnaverslun Casa Skeifunni 8 fyrir frekari upplýsingar um allar mögulegar útgáfur af þessum fallega hægindastól.

Cassina – LC4 Legubekkur Cowskin Read More »

Svartur hægindastóll úr leðri frá Cassina.

Cassina – Dodo Hægindastóll Leður

Dodo hægindastóllinn frá Cassina býður upp á fullkomin stað til slökunar með þéttri fyllingu og hreyfanlegu baki og fótskemli. Dodo armstóllinn var hannaður árið 2000 af Toshiyuki Kita árið 2000. Dodo stóllinn hefur stálramma, CFCfree polyurethane froðu og pólýesyer fyllingu. Hægt er að fá Dodo hægindastólinn í nokkrum mismunandi útfærslum af litum og áklæði. Hægt er að skoða þessar mismunandi týpur í meðfylgjandi Pdf skjali, sjá viðhengi. Athugið að uppgefið verð miðast við stólinn með leðuráklæði (Category X).

Cassina – Dodo Hægindastóll Leður Read More »

Glerborð frá Cassina sem hentar mjög vel sem sófaborð.

Cassina – LC10-P Sófaborð

Cassina LC10-P er glæsilegt borð með krómuðum fótum og 1,5 cm breiðri glerplötu. Tilvalið sem hliðarborð eða þar sem þessi hæð af borði nýtur sín sem best.

 

Le Corbusier, Charlotte Perriand og Pierre Jeanneret frumsýndu fyrstu útgáfuna af þessu sögufræga hönnunarborði árið 1929 á Salon d’Automne í París. Í upprunalegum stærðum sínum var það kynnt sem skrifborð, en Charlotte Perriand endurskoðaði það og uppfærði það síðar með Cassina í nýjum útgáfum sem voru meira í samræmi við þarfir nútíma lífsstíls.

 

Sérstaða naumhyggjulegrar hönnunar borðgrindarinnar sést í krómhúðun á pípulaga stálstoðunum og í lituðu lakkinu á lagskiptu þverstykkjunum. Hönnunarlína LC10-P inniheldur einnig ferhyrnd eða rétthyrnd hliðarborð með plötu úr gleráferð, eða litað, hitamótað gler og málað í fjölmörgum litum úr Le Corbusier pallettunni.

Fætur eru úr pípulaga stáli með fágaðri krómáferð.

Plata eru úr glæru gleri eða áferð steypts glers.

Stálgrind með fágaðri krómáferð og filtpúðum.

Cassina – LC10-P Sófaborð Read More »

Fallegt og nett hliðar- eða sófaborð frá Cassina.

Cassina – Cicognino Sófaborð

Cassina Cicognino borðið var hannað af hinum ítalska Franco Albini árið 1958. Vegna lögunar og útlits er Cicognino áberandi í hvaða rými sem er. Háþróaðar, mínimalískar línur og leikandi lögun, sem minnir á lítinn stork, gefa traustvekjandi tilfinningu fyrir kunnugleika.

Cicognino borðið er samsett úr örfáum einföldum hlutum; þremur mjóum fótum, bakka og viðarkanti. Lengsti fóturinn endar í þægilegu handfangi á meðan einstök tenging milli hinna ýmsu hluta eykur jafnvægi og stöðugleika.

Bakkinn er úr krossviðarplötu með brún úr gegnheilum öskuvið, aski eða hnotu. Fætur og handfang eru úr gegnheilum aski eða hnotu.

Cassina – Cicognino Sófaborð Read More »

Cassina – 780 Sófaborð 4 stk.

Cassina 780 eru fjögur hringlaga lágborð sem Gianfranco Frattini hannaði árið 1966. Þau er táknræn fyrir ítalska hönnun á sjöunda áratugnum, tímabil mikillar bjartsýni og tilrauna með fjölbreytta virkni. Lakkaða viðarborðið er með snúanlega, náttúrulega, einlita lagskipta plastplötu. Þegar henni er lyft upp sjást nokkrar gerðir af yfirborði með ólíkum lakkáferðum. Grindin er úr öskuviði með svörtu lakki eða hnotu. Bakkarnir úr formica panel lagskiptir á báðum hliðum í svörtu og hvítu. Glæsilegt húsgagn sem sem sómir sér vel hvar sem þess er óskað. 780 borðin eru 42 cm í þvermál. 

Cassina – 780 Sófaborð 4 stk. Read More »

Beam sófinn frá Cassina var hannaður af Patricia Urquiola árið 2016. Glæsilegur stofusófi með mjúkum línum.

Cassina – Beam Sófi Leður

Beam sófinn frá Cassina var hannaður af Patricia Urquiola árið 2016. Glæsilegur stofusófi með mjúkum línum. Sófinn hefur stálramma, políester fyllingu í púðum og fætur úr hálfgagnsæu plasti. Einstök hönnun og framleiðsla frá ítalska fyrirtækinu Cassina. Hægt er að panta Beam sófann í mismunandi stærðum (L: 220, 250 og 290 cm), athugið að uppgefin verð hér til hliðar miðast við sófann með leðuráklæði.

Sófann er einnig hægt að sérpanta í ýmsum öðrum útfærslum, t.d. sem tungusófa, hornsófa, með borði og fleira. Einnig sem tauáklæðissófa. Allar útgáfur er hægt að skoða nánar í meðfylgjandi Pdf-skjali.

Cassina – Beam Sófi Leður Read More »

Cassina 783 eru fjögur hringlaga lágborð sem Gianfranco Frattini hannaði árið 1966. Þau er táknræn fyrir ítalska hönnun á sjöunda áratugnum, tímabil mikillar bjartsýni og tilrauna með fjölbreytta virkni.

Cassina – 783 Sófaborð 4 stk.

Cassina 783 eru fjögur hringlaga lágborð sem Gianfranco Frattini hannaði árið 1966. Þau er táknræn fyrir ítalska hönnun á sjöunda áratugnum, tímabil mikillar bjartsýni og tilrauna með fjölbreytta virkni. Lakkaða viðarborðið er með snúanlega, náttúrulega, einlita lagskipta plastplötu. Þegar henni er lyft upp sjást nokkrar gerðir af yfirborði með ólíkum lakkáferðum. Grindin er úr öskuviði með svörtu lakki eða hnotu. Bakkarnir úr formica panel lagskiptir á báðum hliðum í svörtu og hvítu. Glæsilegt húsgagn sem sem sómir sér vel hvar sem þess er óskað. 783 borðin eru 61 cm. 

Cassina – 783 Sófaborð 4 stk. Read More »

Armstóll og sófi frá Cassina. Maralunga sófinn.

Cassina Maralunga Sófi/Armstóll Leður

Cassina Maralunga sófi. Maralunga var upphaflega hannaður árið 1973 af Vico Magistretti og er saga hans því rétt fimmtug. Sófinn er þekktur fyrir einstök gæði og að vera afar þægilegur. Þau sem hafa sest í hann skilja vel við hvað er átt. Maður sekkur svo mátulega djúpt í hann og styður vel við bakið. Cassina Maralunga sófinn er með stillanlega höfuðpúða á hverju sófabaki sem geta hann svo notalegan. Púðarnir eru úr pólýúretan froðu sem gerir þéttleikan breytilegan eftir þörfum. Uppbygging sófans er pípulaga stálgrind með teygjuvef.

 

Cassina Maralunga sófinn fæst sem stakur eins sætis (98 cm), tveggja sæta (166 og 190 cm) og þriggja sæta (238 og 274 cm). Til að toppa þægindin er tilvalið er að bæta við Ottoman fótskemlinum í sama lit og efni. Hann er í stærðinni 88 – 60 cm. Cassina Maralunga sófann er hægt að panta í mörgum litum af bæði leðri og taui. Hægt er að skoða þessa möguleika betur í meðfylgjandi Pdf skjali. Athugið að verð á Maralunga sófanum hér miðast við leðursófa í leðurflokki X. Best er að kíkja í verslun okkar Casa Skeifunni 8 til að skoða með eigin augum og máta.

Cassina Maralunga Sófi/Armstóll Leður Read More »

Scroll to Top