Karfa

Cassina – LC2 Sófi Leður

1.839.000 kr.2.499.000 kr.

Vörulýsing

Cassina – LC2 Sófinn

Einstakur og tímalaus leðursófi úr smiðju hins heimsfræga Le Corbusier. LC2 er afrakstur samstarfs Le Corbusier við Pierre Jeanneret og Charlotte Perriand. Púðar sófans eru úr pólýúretan froðu sem gerir þéttleikann breytilegan eftir þörfum. Uppbygging sófans er pípulaga stálgrind sem umvefur púðana á flottann hátt. Ferkantað form sófans og þessi geggjaða stálgrind undirstrikar þetta tímalausa meistaraverk sem LC2 sófinn er.

 

LC2 sófinn fæst sem stakur tveggja sæta sófi (L: 130 cm) og þriggja sæta (180 cm). Athugið að verð hér miðast við leðursófa í leðurflokki X, en sófann er einnig hægt að panta með tauáklæði og allskonar leðuráklæðis flokkum. Stálgrindin miðast hér við krómhúðaða grind en einnig er hægt að sérpanta grindina ýmsum litum. Hægt er að skoða þessar mismunandi týpur í meðfylgjandi Pdf skjali, sjá viðhengi. Best er samt að kíkja í húsgagnaverslun okkar Casa Skeifunni 8 til að skoða með eigin augum og máta. Verið hjartanlega velkomin!

 

Le Corbusier 

Le Corbusier var svissneskur-franskur arkítekt sem var fæddur árið 1887. Afrek hans á vegum arkítektur, lista og húsgagnahönnunar eru erfittektaverð og situr hann ofarlega á lista einna þekktustu hönnuða tuttugustu aldarinnar. Árið 1922 byrjaði Le Corbusier að vinna með Pierre Jeanneret í stúdíó þeirra í París. Fimm árum seinna fór arkítektinn Charlotte Perriand að vinna með þeim en hún var þekktur franskur arkitekt og hönnuður. Saman hönnuðu þau LC línuna sem Cassina fór svo að framleiða og gerir enn. Ekki hafa vinsældir þessarar húsgagnalínu minnkað með árunum heldur eru þetta húsgögn sem eru mjög ofarlega sem þekktustu húsgögn heims.

 

Cassina

Ítalska húsgagnafyrirtækið Cassina var stofnað árið 1927 af bræðrunum Cecare og Umberto Cassina. Fyrirtækið sérhæfir sig í hágæða húsgögnum sem geta enst ævilangt. Cassina hefur alltaf verið opið fyrir nýjungum og því framleitt húsgögn með mismunandi menningarlegan bakgrunn. Samt sem áður nær Cassina alltaf að setja sinn einstaka gæðastimpil á vöruna sem það framleiðir. Af þessum ástæðum og svo mörgum öðrum trónir Cassina á toppnum í framleiðsu húsgagna í Evrópu. Flestir sem þekkja til Cassina hafa séð LC2 sófasettið sem hannað var af svissneska arkítektinum Le Corbusier

 

Vörunúmer: 222-003 Flokkar: , , Vörumerki: Hönnuður: Le Corbusier, Pierre Jeanneret & Charlotte PerriandEfniviður: Leður & króm stálgrindAfhendingartími: 14 - 16 vikurÁrtal: 1928

Vörulýsing

Cassina – LC2 Sófinn

Einstakur og tímalaus leðursófi úr smiðju hins heimsfræga Le Corbusier. LC2 er afrakstur samstarfs Le Corbusier við Pierre Jeanneret og Charlotte Perriand. Púðar sófans eru úr pólýúretan froðu sem gerir þéttleikann breytilegan eftir þörfum. Uppbygging sófans er pípulaga stálgrind sem umvefur púðana á flottann hátt. Ferkantað form sófans og þessi geggjaða stálgrind undirstrikar þetta tímalausa meistaraverk sem LC2 sófinn er.

 

LC2 sófinn fæst sem stakur tveggja sæta sófi (L: 130 cm) og þriggja sæta (180 cm). Athugið að verð hér miðast við leðursófa í leðurflokki X, en sófann er einnig hægt að panta með tauáklæði og allskonar leðuráklæðis flokkum. Stálgrindin miðast hér við krómhúðaða grind en einnig er hægt að sérpanta grindina ýmsum litum. Hægt er að skoða þessar mismunandi týpur í meðfylgjandi Pdf skjali, sjá viðhengi. Best er samt að kíkja í húsgagnaverslun okkar Casa Skeifunni 8 til að skoða með eigin augum og máta. Verið hjartanlega velkomin!

 

Le Corbusier 

Le Corbusier var svissneskur-franskur arkítekt sem var fæddur árið 1887. Afrek hans á vegum arkítektur, lista og húsgagnahönnunar eru erfittektaverð og situr hann ofarlega á lista einna þekktustu hönnuða tuttugustu aldarinnar. Árið 1922 byrjaði Le Corbusier að vinna með Pierre Jeanneret í stúdíó þeirra í París. Fimm árum seinna fór arkítektinn Charlotte Perriand að vinna með þeim en hún var þekktur franskur arkitekt og hönnuður. Saman hönnuðu þau LC línuna sem Cassina fór svo að framleiða og gerir enn. Ekki hafa vinsældir þessarar húsgagnalínu minnkað með árunum heldur eru þetta húsgögn sem eru mjög ofarlega sem þekktustu húsgögn heims.

 

Cassina

Ítalska húsgagnafyrirtækið Cassina var stofnað árið 1927 af bræðrunum Cecare og Umberto Cassina. Fyrirtækið sérhæfir sig í hágæða húsgögnum sem geta enst ævilangt. Cassina hefur alltaf verið opið fyrir nýjungum og því framleitt húsgögn með mismunandi menningarlegan bakgrunn. Samt sem áður nær Cassina alltaf að setja sinn einstaka gæðastimpil á vöruna sem það framleiðir. Af þessum ástæðum og svo mörgum öðrum trónir Cassina á toppnum í framleiðsu húsgagna í Evrópu. Flestir sem þekkja til Cassina hafa séð LC2 sófasettið sem hannað var af svissneska arkítektinum Le Corbusier

 

Stærðir

H: 68 cm
D: 54/70 cm

L tveggja sæta : 130 cm
L þriggja sæta: 180 cm

Tengdar vörur

Scroll to Top