Karfa

Kartell – A.I. Stóll

44.900 kr.

Vörulýsing

Ítalska fyrirtækið Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið 1949 í Mílanó. Upprunalega ætluðu þau aðeins að framleiða aukahluti fyrir bíla og aðrar smávörur úr plasti en árið 1958 hóf fyrirtækið að framleiða ljósabúnað og síðar húsgögn. Árið 1988 gáfu þau fyrirtækið tengdasyni sínum, Claudio Luti, sem hafði bakgrunn í fatahönnun og tísku. Claudio hafði áður starfað hjá Versace og með ást á fullkomnun og smekklegri hönnun varð þetta nýtt upphaf Kartell. Hann leitaði eftir samstarfi við hönnuði og arkítekta, eins og Philippe Starck, Ferruccio Laviani, Patricia Urquiola o.fl., en þau hafa hannað vörur fyrir fyrirtækið sem í dag eru einkenni Kartell.

Philippe Starck hannaði A.I. stólinn fyrir Kartell með Autodesk gervigreindarhugbúnaði til að búa til öflugan og stöðugan stól úr 100% endurunnu plasti (thermoplastic technopolymer) og er hann sá fyrsti í heiminum sem hannaður er með gervigreind. Stóllinn vann til hönnunarverðlauna reddot árið 2020. Allar útgáfur stólsins og frekari upplýsingar um hann má finna í meðfylgjandi Pdf-skjali.

Vörunúmer: 255-05886/ Flokkar: , , , , Vörumerki: Hönnuður: Philippe StarckEfniviður: 100% endurunnið plastÁrtal: 2019

Vörulýsing

Ítalska fyrirtækið Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið 1949 í Mílanó. Upprunalega ætluðu þau aðeins að framleiða aukahluti fyrir bíla og aðrar smávörur úr plasti en árið 1958 hóf fyrirtækið að framleiða ljósabúnað og síðar húsgögn. Árið 1988 gáfu þau fyrirtækið tengdasyni sínum, Claudio Luti, sem hafði bakgrunn í fatahönnun og tísku. Claudio hafði áður starfað hjá Versace og með ást á fullkomnun og smekklegri hönnun varð þetta nýtt upphaf Kartell. Hann leitaði eftir samstarfi við hönnuði og arkítekta, eins og Philippe Starck, Ferruccio Laviani, Patricia Urquiola o.fl., en þau hafa hannað vörur fyrir fyrirtækið sem í dag eru einkenni Kartell.

Philippe Starck hannaði A.I. stólinn fyrir Kartell með Autodesk gervigreindarhugbúnaði til að búa til öflugan og stöðugan stól úr 100% endurunnu plasti (thermoplastic technopolymer) og er hann sá fyrsti í heiminum sem hannaður er með gervigreind. Stóllinn vann til hönnunarverðlauna reddot árið 2020. Allar útgáfur stólsins og frekari upplýsingar um hann má finna í meðfylgjandi Pdf-skjali.

Stærðir

H bak: 81 cm
​H sætis: 45 cm
H arma: 67 cm
B: 54 cm
D: 53 cm
Þ: 3,9 kg

Tengdar vörur

Scroll to Top